Grétar Mar leiðir Frjálslynda
Frjálslyndi flokkurinn kynnti í dag framboðslista sinn í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Fundurinn var haldinn í Fræðasetrinu í Sandgerði, heimabæ oddvitans Grétars Mar Jónssonar.
Það hafði verið tilkynnt fyrir nokkru að Grétar myndi leiða listann, en nú var afgangur listans kynntur til leiks.
Listi efstu manna og kvenna er svohljóðandi:
1. Grétar Mar Jónsson, Sandgerði.
2. Óskar Þór Karlsson, Reykjanesbæ.
3. Hanna Birna Jóhannsdóttir, Vesmannaeyjum.
4. Benóný Jónsson, Hvolsvelli.
5. Guðmundur Guðmundsson, Grindavík.
6. Kristinn Guðmundsson, Reykjanesbæ.
7. Anna Grétarsdóttir, Vestmannaeyjum.
8. Jón Arason, Þorlákshöfn.
9. Teresa Birna Björnsdóttir, Grindavík.
10. Guðrún Auður Björnsdóttir, Rangárþingi Eystra.
VF-mynd/elg. Fimm efstu á lista Frjálslynda flokksins.