Greinargerð bæjarstjórans í Garði: 3ja ára áætlun Garðs 2005-2007
Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Garðs er hér lögð fram til kynningar. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði tekin til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar. Áætlun eins og þessi er stefnumarkandi hvað varðar álagningu gjalda svo og á hvaða framkvæmdir er stefnt á næstu árum.Rétt er að vekja athygli á því að áætlunin er endurskoðuð árlega svo að við hverja fjárhagsáætlun er tekin ákvörðun um sérhvert ár. Segja má að þriggja ára áætlun sé gott plagg til að ákvarða í stórum dráttum að hverju beri að stefna næstu árin.
Sveitarfélagið Garður heldur uppi mjög öflugri þjónustu fyrir íbúa sína. Þessi áætlun gerir ráð fyrir að sömu stefnu verði viðhaldið og hvergi verði dregið úr þjónustunni.
Sú ánægjulega þróun hefur verið síðustu ár að íbúum hefur farið fjölgandi. Á síðasta ári fjölgaði íbúum um 3,7% og eru nú orðnir 1283. Áætlunin gerir ráð fyrir að fjölgun íbúa verði 2% árlega.Miðað við þessar forsendur er gert ráð fyrir að útsvarstekjur hækki um 2% milli ára. Allar tölur í áætluninni eru á verðlagi ársins 2004.
Vegna fjölgunar íbúðarhúsnæðis og vegna annarra bygginga er gert ráð fyrir 5% aukningu tekna vegna fasteignagjalda um.
Sú stefna hefur verið ríkjandi hér í Garði að stilla álögum á íbúana í eins mikið hóf og mögulegt er. Gert er ráð fyrir að sú stefna verði áfram,þótt að sjálfsögðu þurfi að taka ákvörðun um slíkt við gerð hverrar fjárhagsáætlunar.
Á síðustu árum hefur reksturinn sífellt verið að þyngjast og vega fræðslumálin þar mjög stórt. Heildarkostnaður við rekstur fræðslumála tekur orðið til sín um 54% af skatttekjum. Rekstur málaflokka er kominn yfir 90% þannig að sá kostnaður má ekki aukast.
Í þessari áætlun er gert fyrir óbreyttum rekstri í öllum málaflokkum og öllum stofnunum. Ekki er gert ráð fyrir aukningu í mannahaldi eða að annar kostnaður aukist.
Framkvæmdir.
Þessi áætlun gerir ráð fyrir að haldið verði áfram á fullu í framkvæmdum við lagningu gangstétta og malbikun gatna. Einnig er gert ráð fyrir að lagt verði varanlegt slitlag á afleggjara. Í gatnagerð er einnig gert ráð fyrir undirbúningi við áframhaldandi íbúðabyggingar. Einnig liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að áhugi er til staðar á byggingu verslunar- og þjónustuhúss. Samningur um átak í gangstétta-og gatnagerð lýkur árið 2006
en hugsanlega verður að framkvæma meira heldur en samningurinn gerir ráð fyrir,þar sem mikið af nýjum verkefnum s.s. nýjar götur hafa bæst við það sem upphaflega var áætlað.
Gert er ráð fyrir að samningar takist við Hitaveitu Suðurnesja h.f. um kaup á Vatnsveitu Garðsins. Það hefur þau áhrif að við þurfum ekki lengur að fjármagna framkvæmdir Vatnsveitunnar.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við stækkun Byggðasafnsins hefjist í ár og verði lokið á næsta ári.
Reiknað er með að stuðningur fáist frá Fjárlaganefnd við þessa framkvæmd og er þar gengið út frá því að framlag geti numið allt að 30% af heildarkostnaði.
Gert er ráð fyrir að árlega verði unnið að gerð Skrúðgarðar.
Áætlunin gerir ráð fyrir að stækkun leikskólans fari fram árið 2006 og verði lokið árið 2007.
Áætlunin gerir ráð fyrir að byrjunarframkvæmdir við stækkun Gerðaskóla verði árið 2007.
Byrjunarviðhaldsframkvæmdir við skrifstofuhúsnæðið hefjast nú í ár en gert er ráð fyrir að stærra átak verði gert á næsta ári.
Áætlunin gerir ráð fyrir byrjunarframkvæmdum við stækkun Íþróttamiðstöðvarinnar árið 2007.
Áætlunin gerir ráð fyrir að hægt verði að ráðast í framkvæmdir við fráveitu árin 2006 og 2007. Unnið verði eftir tillögum sem Verkfræðistofu Suðurnesja um einfaldari lausn en stífustu reglugerðir segja til um.Erindi um þessa lausn verður sent til Umhverfisráðuneytis með þeirri ósk að fallist verði á þetta fyrirkomulag framkvæmdir enda sýnt fram á það skilar viðunandi árangri.
Gert er ráð fyrir endurgreiðslu frá ríkinu vegna þessa, sem nemur endurgreiðslu á virðisaukaskatti.
Staða mála.
Áætlun þessi ber þau merki að menn hafa trú á framtíð sveitarfélagsins.Á síðustu árum hefur verið unnið stórt og mikið átaka á fjölmörgum sviðum til að bæta umhverfi,þjónustu og aðstöðu alla fyrir íbúana. Eins og sést á þessari áætlun verður áfram haldið á þessari braut. Lagt er til grundvallar þessarar áætlunar að atvinnulíf hér í garði verði áfram jafn kraftmikið og það hefur verið.
Eins og hjá öðrum sveitarfélögum er reksturinn þungur og stórt hlutfall af tekjunum fer í að greiða af lánum. Átak hefur verið gert í að gera lánapakkann hagstæðari en verið hefur. Áfram þarf að vinna á þeirri braut og skoða vandlega hvort hægt er að ná enn betri árangri í þeim efnum til að létta greiðslubyrðina.Skoða þarf möguleikann að breyta öllum núverandi lánum í eitt langtímalán og fá þannig hugsanlega mun betri kjör. Bæjarstjórn hefur hingað til ekki talið það hagstæðan kost að selja eigur sveitarfélagsins til fasteignafélags og leigja svo af því eignirnar. Mörg sveitarfélög eru að feta þessa braut og telja það eftirsóknarverðan kost. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að fylgjast með og kanna þessa möguleika eins og aðra til hlítar.
Eins og sést á þessari áætlun er ekki sérstaklega áætlað til uppbyggingar öldrunarmála í nágrenni hjúkrunarheimilisins Garðvangs.Þessi mál eru í skoðun og munu skýrast síðar.Bæjarstjórn mun vinna áfram af fullum krafti við að fá skilning á því að hagkvæmast og hagstæðast er að uppbygging öldrunarþjónustu fyrir Suðurnesin verði í nágrenni Garðvangs.Takist að fá jákvæða lausn verður að endurskoða áætlunina með það fyrir augum að gera ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar.
Áætlun þessi er lögð hér fram til kynningar í bæjarstjórn. Tækifæri gefst til næsta fundar að skoða áætlunina og gera á henni stefnumarkandi breytingar ef ástæða þykir til. Rétt er að undirstrika að eins og áætlunin er sett fram gerir hún ráð fyrir algjörlega óbreyttum rekstri málaflokka.
Huga ber að endurskipulagningu lánamála til að betri kjör fáist. Ef auka á við framkvæmdir frá því sem gert er ráð fyrir þýðir það að fara verður í auknar lántökur.
Takist að framfylgja meginstefnu þessarar 3ja ára áætlunar verður það til þess að áfram tekst að sinna umhverfismálum á jákvæðan hátt, þjónustan heldur áfram að batna og væntanlega heldur byggðarlagið áfram að stækka. Garðurinn er sveitarfélag í sókn.
Garði 29.mars 2004.
Sveitarfélagið Garður heldur uppi mjög öflugri þjónustu fyrir íbúa sína. Þessi áætlun gerir ráð fyrir að sömu stefnu verði viðhaldið og hvergi verði dregið úr þjónustunni.
Sú ánægjulega þróun hefur verið síðustu ár að íbúum hefur farið fjölgandi. Á síðasta ári fjölgaði íbúum um 3,7% og eru nú orðnir 1283. Áætlunin gerir ráð fyrir að fjölgun íbúa verði 2% árlega.Miðað við þessar forsendur er gert ráð fyrir að útsvarstekjur hækki um 2% milli ára. Allar tölur í áætluninni eru á verðlagi ársins 2004.
Vegna fjölgunar íbúðarhúsnæðis og vegna annarra bygginga er gert ráð fyrir 5% aukningu tekna vegna fasteignagjalda um.
Sú stefna hefur verið ríkjandi hér í Garði að stilla álögum á íbúana í eins mikið hóf og mögulegt er. Gert er ráð fyrir að sú stefna verði áfram,þótt að sjálfsögðu þurfi að taka ákvörðun um slíkt við gerð hverrar fjárhagsáætlunar.
Á síðustu árum hefur reksturinn sífellt verið að þyngjast og vega fræðslumálin þar mjög stórt. Heildarkostnaður við rekstur fræðslumála tekur orðið til sín um 54% af skatttekjum. Rekstur málaflokka er kominn yfir 90% þannig að sá kostnaður má ekki aukast.
Í þessari áætlun er gert fyrir óbreyttum rekstri í öllum málaflokkum og öllum stofnunum. Ekki er gert ráð fyrir aukningu í mannahaldi eða að annar kostnaður aukist.
Framkvæmdir.
Þessi áætlun gerir ráð fyrir að haldið verði áfram á fullu í framkvæmdum við lagningu gangstétta og malbikun gatna. Einnig er gert ráð fyrir að lagt verði varanlegt slitlag á afleggjara. Í gatnagerð er einnig gert ráð fyrir undirbúningi við áframhaldandi íbúðabyggingar. Einnig liggur orðið nokkuð ljóst fyrir að áhugi er til staðar á byggingu verslunar- og þjónustuhúss. Samningur um átak í gangstétta-og gatnagerð lýkur árið 2006
en hugsanlega verður að framkvæma meira heldur en samningurinn gerir ráð fyrir,þar sem mikið af nýjum verkefnum s.s. nýjar götur hafa bæst við það sem upphaflega var áætlað.
Gert er ráð fyrir að samningar takist við Hitaveitu Suðurnesja h.f. um kaup á Vatnsveitu Garðsins. Það hefur þau áhrif að við þurfum ekki lengur að fjármagna framkvæmdir Vatnsveitunnar.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við stækkun Byggðasafnsins hefjist í ár og verði lokið á næsta ári.
Reiknað er með að stuðningur fáist frá Fjárlaganefnd við þessa framkvæmd og er þar gengið út frá því að framlag geti numið allt að 30% af heildarkostnaði.
Gert er ráð fyrir að árlega verði unnið að gerð Skrúðgarðar.
Áætlunin gerir ráð fyrir að stækkun leikskólans fari fram árið 2006 og verði lokið árið 2007.
Áætlunin gerir ráð fyrir að byrjunarframkvæmdir við stækkun Gerðaskóla verði árið 2007.
Byrjunarviðhaldsframkvæmdir við skrifstofuhúsnæðið hefjast nú í ár en gert er ráð fyrir að stærra átak verði gert á næsta ári.
Áætlunin gerir ráð fyrir byrjunarframkvæmdum við stækkun Íþróttamiðstöðvarinnar árið 2007.
Áætlunin gerir ráð fyrir að hægt verði að ráðast í framkvæmdir við fráveitu árin 2006 og 2007. Unnið verði eftir tillögum sem Verkfræðistofu Suðurnesja um einfaldari lausn en stífustu reglugerðir segja til um.Erindi um þessa lausn verður sent til Umhverfisráðuneytis með þeirri ósk að fallist verði á þetta fyrirkomulag framkvæmdir enda sýnt fram á það skilar viðunandi árangri.
Gert er ráð fyrir endurgreiðslu frá ríkinu vegna þessa, sem nemur endurgreiðslu á virðisaukaskatti.
Staða mála.
Áætlun þessi ber þau merki að menn hafa trú á framtíð sveitarfélagsins.Á síðustu árum hefur verið unnið stórt og mikið átaka á fjölmörgum sviðum til að bæta umhverfi,þjónustu og aðstöðu alla fyrir íbúana. Eins og sést á þessari áætlun verður áfram haldið á þessari braut. Lagt er til grundvallar þessarar áætlunar að atvinnulíf hér í garði verði áfram jafn kraftmikið og það hefur verið.
Eins og hjá öðrum sveitarfélögum er reksturinn þungur og stórt hlutfall af tekjunum fer í að greiða af lánum. Átak hefur verið gert í að gera lánapakkann hagstæðari en verið hefur. Áfram þarf að vinna á þeirri braut og skoða vandlega hvort hægt er að ná enn betri árangri í þeim efnum til að létta greiðslubyrðina.Skoða þarf möguleikann að breyta öllum núverandi lánum í eitt langtímalán og fá þannig hugsanlega mun betri kjör. Bæjarstjórn hefur hingað til ekki talið það hagstæðan kost að selja eigur sveitarfélagsins til fasteignafélags og leigja svo af því eignirnar. Mörg sveitarfélög eru að feta þessa braut og telja það eftirsóknarverðan kost. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að fylgjast með og kanna þessa möguleika eins og aðra til hlítar.
Eins og sést á þessari áætlun er ekki sérstaklega áætlað til uppbyggingar öldrunarmála í nágrenni hjúkrunarheimilisins Garðvangs.Þessi mál eru í skoðun og munu skýrast síðar.Bæjarstjórn mun vinna áfram af fullum krafti við að fá skilning á því að hagkvæmast og hagstæðast er að uppbygging öldrunarþjónustu fyrir Suðurnesin verði í nágrenni Garðvangs.Takist að fá jákvæða lausn verður að endurskoða áætlunina með það fyrir augum að gera ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar.
Áætlun þessi er lögð hér fram til kynningar í bæjarstjórn. Tækifæri gefst til næsta fundar að skoða áætlunina og gera á henni stefnumarkandi breytingar ef ástæða þykir til. Rétt er að undirstrika að eins og áætlunin er sett fram gerir hún ráð fyrir algjörlega óbreyttum rekstri málaflokka.
Huga ber að endurskipulagningu lánamála til að betri kjör fáist. Ef auka á við framkvæmdir frá því sem gert er ráð fyrir þýðir það að fara verður í auknar lántökur.
Takist að framfylgja meginstefnu þessarar 3ja ára áætlunar verður það til þess að áfram tekst að sinna umhverfismálum á jákvæðan hátt, þjónustan heldur áfram að batna og væntanlega heldur byggðarlagið áfram að stækka. Garðurinn er sveitarfélag í sókn.
Garði 29.mars 2004.