Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Græðgisvæðingin í Bláa lóninu
    Gunnar Örn Guðmundsson.
  • Græðgisvæðingin í Bláa lóninu
Fimmtudagur 19. júní 2014 kl. 10:32

Græðgisvæðingin í Bláa lóninu

Gunnar Örn Guðmundsson skrifar.

Ég hef nú ekki lagt það í vana minn að skrifa um samfélagsmál en geri það nú. En nú get ég ekki orða bundist. Aðdragandi málsins er sá að ég starfaði í nokkur ár hjá Bláa lóninu við eftirlit og viðhald með eignum. Bláa lónið er eins og flestir vita vinsælasti viðkomustaður erlendra ferðamanna. Reksturinn hefur gengið mjög vel og það hefur verið ævintýralega gaman að fylgjast með uppbyggingu fyrirtækisins og fá að taka þátt í starfsemi þess um nokkurra ára skeið. Við Suðurnesjamenn erum stolt af því að hafa slíkt fyrirtæki á okkar svæði.

Sorgmæddur eftir aðalfund
Fyrir nokkrum árum síðan eignaðist ég lítinn hlut í fyrirtækinu. Ég hef því mætt á flesta aðalfundi félagsins. Hingað til hefur mér þótt gaman að mæta á þessa fundi. Fólk hefur verið nokkuð samstíga varðandi stefnuna og sanngirni hefur verið gætt. En mér blöskraði gjörsamlega á síðasta fundi félagsins. Ég reiddist en varð síðan hreinlega sorgmæddur og eiginlega orðlaus vegna þeirra ákvarðana sem þar voru teknar.

Óréttlæti
Á fundinum var samþykkt að hækka stjórnarlaun umtalsvert. Stjórnarformaður á að fá 700.000 kr. í mánaðarlaun sem gera 8,4 milljónir króna á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525.000 kr á mánuði og varamenn 350.000 kr. á mánuði en ætlast er til að þeir mæti á stjórnarfundina sem eru að meðaltali einu sinni í mánuði. Á þeim tíma sem ég starfaði hjá Bláa lóninu og skilaði af mér 48 tíma vinnuviku þá fékk ég sömu mánaðarlaun og varamaður í stjórn, eða um 350.000 kr.

Græðgi
Til samanburðar má geta þess að sveitastjórnarfulltrúar fá ríflega 100 þús.kr. í mánaðarlaun. Þeir þurfa að mæta tvisvar í mánuði á fundi bæjarstjórnar, já og lesa heima eins og stjórnarmenn fyrirtækja. Alþingismenn fá 650.000 kr. í laun á mánuði fyrir fulla vinnu sem er aðeins minna en stjórnarformaður Bláa lónsins fær nú. Það er ekkert vit í þessu. Græðgisvæðingin hefur tekið sér bólfestu hjá stjórnendum Bláa lónsins. Lærðu menn ekkert af Hruninu?

Gunnar Örn Guðmundsson,
fyrrv. starfsmaður Bláa lónsins
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024