Góð skipulagning, samstarf og forvarnarvinna viðbragðsaðila skilaði miklum árangri á Ljósanótt
Allmikill aðdragandi og viðbúnaður var hjá slökkviliði BS þessa helgi, auk þess að vera virkir þátttakendur í þessari hátíð var unnið viðamikið skipulagningar og forvarnarstarf. Megin áhersla BS voru forvarnir m.a. eftirlit og ráðgjöf í brunavörnum, þá sérstaklega til þeirra er hugðust halda sýningar eða samkomuhald, veitingarekstur og þess háttar. Ljóst er að fólksfjöldi í Reykjanesbæ næstum þrefaldaðist þegar mest var og því nauðsynlegt að hafa gert ráðstafannir til að mæta slíkum fjölda. Báðar næturnar voru farnar eftirlitsferðir á veitingastaði þar sem kannaðar voru fólksfjöldi, ástand flóttaleið, neyðarlýsinga og innri gæsla á veitingastöðum. Í heild sinni var ástand hvað varðar öryggismál í góðum farvegi og vil ég þakka atvinnurekendum, veitingamönnum og öðrum rekstraraðilum sérstaklega fyrir góð viðbrögð við ábendingum okkar og góða samvinnu.
Mikið annríki í sjúkraflutningum.
Þrátt fyrir mikið annríki urðu áföll minniháttar. Samtals voru 11 útköll á sjúkrabíl frá hádegi á laugardag og til miðnættis, 9 útköll voru með forgangi en 2 minniháttar, allir þrír sjúkrabílar BS voru samtíma í útkalli á tímabili um miðnættið. Auk vaktarinnar voru sex slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn á aukavakt þessa nótt, þar var einn sjúkraflutningamaður frá Grindavík, en mikið og gott samstarf er við sjúkraflutningamenn þar.
Annríki sjúkraflutninga raskaði “opnu húsi” á slökkviliðsstöð.
Á sunnudag urðu 9 útköll á sjúkrabíl frá hádegi, þá voru allir sjúkrabílar BS samtíma í útkalli um tíma. Gestir sem hugðust heimsækja slökkviliðsstöðina í áður auglýstri dagskrá urðu frá að hverfa vegna anna.
Önnur útköll s.s. vegna öryggis og viðvörnunarkerfa voru öll minniháttar, engir staðfestir eldar voru tilkynntir til BS.
BS í öryggishlutverki í áhættuleik.
Beiðni barst slökkvilið BS um aðstoð við að kveikja í manni. Um var að ræða áhættuleik. Atriðið sem tókst vel, var sett óvænt inní dagskrána og vakti mikla athygli áhorfenda. Við látum meðfylgjandi myndir tala sínu máli.
Óvænt heimsókn.
Að hátíð lokinni á mánudag fengum við óvænta en ánægjulega heimsókn þegar bæjarstjórinn okkar Árni Sigfússon mætti á Slökkviliðsstöð og færði viðbragðsaðilum rjómatertu og þakkir fyrir vel heppnaða hátíð.
f.h. Brunavarna Suðurnesja,
Sigmundur Eyþórsson,
slökkviliðsstjóri BS.
Mikið annríki í sjúkraflutningum.
Þrátt fyrir mikið annríki urðu áföll minniháttar. Samtals voru 11 útköll á sjúkrabíl frá hádegi á laugardag og til miðnættis, 9 útköll voru með forgangi en 2 minniháttar, allir þrír sjúkrabílar BS voru samtíma í útkalli á tímabili um miðnættið. Auk vaktarinnar voru sex slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn á aukavakt þessa nótt, þar var einn sjúkraflutningamaður frá Grindavík, en mikið og gott samstarf er við sjúkraflutningamenn þar.
Annríki sjúkraflutninga raskaði “opnu húsi” á slökkviliðsstöð.
Á sunnudag urðu 9 útköll á sjúkrabíl frá hádegi, þá voru allir sjúkrabílar BS samtíma í útkalli um tíma. Gestir sem hugðust heimsækja slökkviliðsstöðina í áður auglýstri dagskrá urðu frá að hverfa vegna anna.
Önnur útköll s.s. vegna öryggis og viðvörnunarkerfa voru öll minniháttar, engir staðfestir eldar voru tilkynntir til BS.
BS í öryggishlutverki í áhættuleik.
Beiðni barst slökkvilið BS um aðstoð við að kveikja í manni. Um var að ræða áhættuleik. Atriðið sem tókst vel, var sett óvænt inní dagskrána og vakti mikla athygli áhorfenda. Við látum meðfylgjandi myndir tala sínu máli.
Óvænt heimsókn.
Að hátíð lokinni á mánudag fengum við óvænta en ánægjulega heimsókn þegar bæjarstjórinn okkar Árni Sigfússon mætti á Slökkviliðsstöð og færði viðbragðsaðilum rjómatertu og þakkir fyrir vel heppnaða hátíð.
f.h. Brunavarna Suðurnesja,
Sigmundur Eyþórsson,
slökkviliðsstjóri BS.