Gleðitíðindi í safnamálum Suðurnesja
Ég óska Garðbúum til hamingju með glæsilegt nýtt safnahús og sérstaklega óska ég kollega mínum Ásgeiri Hjálmarssyni til hamingju með góðan árangur.
Það hefur vel tekist til með hönnun hússins og tengingu við eldri byggingu. Þá er frágangur utanhúss til fyrirmyndar og hæfir vel þessari náttúru- og menningarperlu sem Garðskaginn er. Sú alúð og virðing sem Garðbúar bera greinilega fyrir sögu sinni endurspeglast vel í sýningunum.
Það hafa margir saknað þess að samsvarandi uppbygging hafi ekki átt sér stað hér í Reykjanesbæ. Í samræðum mínum við bæjaryfirvöld hef ég hins vegar ekki heyrt annað en að vilji og metnaður sé til staðar fyrir uppbyggingu safnsins. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um hvar nýtt safnahús Byggðasafnsins eigi að rísa. Við höfum t.d. velt fyrir okkur að tengja nýtt safnahús við uppbyggingu í kringum Íslending þannig að þessar tvær byggingar myndi umgjörð um minjagarð sem fyrirhugaður er á þessum slóðum. Þetta er einkar athyglisverð hugmynd ekki síst vegna þess að fyrstu hugmyndir um uppbyggingu byggðasafns sem komu fram hjá Ungmennafélagi Keflavíkur á fimmta áratug síðustu aldar, fólu í sér að byggja upp safn og skrúðgarð í hjarta Keflavíkur. Ungmennafélagið lét verkin tala og stofnaði Byggðasafn Keflavíkur á stærsta degi þjóðarinnar á 20. öld, 17. júní 1944. Þessi fallega umgjörð um safnastarf sýnir trú þessara einstaklinga á að saga þessa svæðis sé bæði áhugaverð og mikilvæg. Í kjölfarið hefur mikið af munum og myndum safnast til safnsins og er safnkostur þess í dag bæði töluverður og fjölbreyttur og þar má finna margt góðra og mikilvægra gripa.
Það vantar sárlega vettvang til að tryggja aðgengi almennings að menningararfleifð sinni og bindum við miklar vonir við að bæjarstjórn taki ákvörðun um að byggja nýtt safnahús í náinni framtíð.
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar
Það hefur vel tekist til með hönnun hússins og tengingu við eldri byggingu. Þá er frágangur utanhúss til fyrirmyndar og hæfir vel þessari náttúru- og menningarperlu sem Garðskaginn er. Sú alúð og virðing sem Garðbúar bera greinilega fyrir sögu sinni endurspeglast vel í sýningunum.
Það hafa margir saknað þess að samsvarandi uppbygging hafi ekki átt sér stað hér í Reykjanesbæ. Í samræðum mínum við bæjaryfirvöld hef ég hins vegar ekki heyrt annað en að vilji og metnaður sé til staðar fyrir uppbyggingu safnsins. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um hvar nýtt safnahús Byggðasafnsins eigi að rísa. Við höfum t.d. velt fyrir okkur að tengja nýtt safnahús við uppbyggingu í kringum Íslending þannig að þessar tvær byggingar myndi umgjörð um minjagarð sem fyrirhugaður er á þessum slóðum. Þetta er einkar athyglisverð hugmynd ekki síst vegna þess að fyrstu hugmyndir um uppbyggingu byggðasafns sem komu fram hjá Ungmennafélagi Keflavíkur á fimmta áratug síðustu aldar, fólu í sér að byggja upp safn og skrúðgarð í hjarta Keflavíkur. Ungmennafélagið lét verkin tala og stofnaði Byggðasafn Keflavíkur á stærsta degi þjóðarinnar á 20. öld, 17. júní 1944. Þessi fallega umgjörð um safnastarf sýnir trú þessara einstaklinga á að saga þessa svæðis sé bæði áhugaverð og mikilvæg. Í kjölfarið hefur mikið af munum og myndum safnast til safnsins og er safnkostur þess í dag bæði töluverður og fjölbreyttur og þar má finna margt góðra og mikilvægra gripa.
Það vantar sárlega vettvang til að tryggja aðgengi almennings að menningararfleifð sinni og bindum við miklar vonir við að bæjarstjórn taki ákvörðun um að byggja nýtt safnahús í náinni framtíð.
Sigrún Ásta Jónsdóttir, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar