Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Glæsileg sýning Myllubakkaskóla: Styrkjum leikritauppsetningu
Þriðjudagur 17. apríl 2007 kl. 16:50

Glæsileg sýning Myllubakkaskóla: Styrkjum leikritauppsetningu

Ég fór á frumsýningu  Myllubakkaskóla 15.apríl á leikritinu Er kærasti málið? Söngleikurinn er frumsaminn af Freydísi Kneif Kolbeinsdóttur og Írisi Dröfn Halldórsdóttur kennurum. Mér finnst krakkarnir standa sig frábærlega og eru eflaust framtíðar leikarar, dansarar og söngvarar  í hópnum.  Verkið inniheldur 9  lög úr þekktum söngleikjum. Nemendahópurinn stóð í ströngu við æfingar og féllu mörg tár hjá þeim í ströngu en skemmtilegu æfingaferli. Ég tel þetta vera forvarnarstarf af bestu gerð fyrir ungmennin okkar. Sjálfsmynd barnanna sem tóku þátt í leikritinu kemur örugglega til með að styrkjast til muna og það er besta vímuvarnarforvörnin að hafa sterka sjálfsmynd. Ég tel að bæjarfélagið okkar ætti að rækta þennan forvarnarþátt betur og styrkja skólana okkar í leikritauppsetningu

 

Álfheiður Jónsdóttir 

Formaður foreldraráðs Myllubakkaskóla. 

VF-mynd/Þorgils: Fleiri myndir frá sýningunni í myndasafni. Smellið hér

Sýningar eru í kvöld kl. 18 og 20 en næstu sýningar þar á eftir eru á mánudag og þriðjudag kl. 20.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024