Gjafmildur Reykjanesbær
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þann 14. júlí sl. samþykktu sjálfstæðismenn að kaupa 32% hlut Geysis Green Energy í HS Veitum á 4,3 milljarða.
Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 31. ágúst sl. var samþykkt að kaupa til baka 14,65% hlut í HS Veitum sem Hafnarfjörður hafði áður selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 1,4 milljarður.
Ef að sama verð hefði gilt í viðskiptum Reykjanesbæjar og Hafnarfjarðar hefði Reykjanesbær keypt sinn hlut í HS Veitum á rétt rúma 3 milljarða en ekki 4,3 milljarða eins og gert var. Þarna munar tæpum 13 hundruð milljónum.
Fyrir þessa upphæð væri hægt að fella niður alla fasteignaskatta í Reykjanesbæ í 2,5 ár. Eða greiða fyrir allan kostnað vegna íþrótta-, tómstunda- og menningarmála í eitt ár og eiga samt smá afgang.
Einkavæðingartvíeykið Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson sögðu í grein nýverið að þeir hefðu enn trú á að einkaframtakið væri besta leiðin áfram.
En ég vil leyfa mér að spyrja hvort þetta sé leiðin til þess að einkavæða almannafé? Hverjum er verið að hygla með þessu?
Guðbrandur Einarsson
oddviti A-listans í Reykjanesbæ