Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

GGE: Nokkrar staðreyndir um sölu HS Orku
Fimmtudagur 26. ágúst 2010 kl. 13:55

GGE: Nokkrar staðreyndir um sölu HS Orku

Vegna umræðu um málefni HS Orku á undanförnum dögum í fjölmiðlum og m.a. vegna ummæla fjármálaráðherra í grein hans í Fréttablaðinu 25. ágúst 2010 þar sem fullyrt er að kaup Magma Energy Sweden á hlutbréfum í HS Orku sæti nú rannsókn vill Geysir Green Energy taka eftirfarandi fram:

Geysir Green Energy er þess fullviss að viðskipti félagsins við Magma Energy Sweden með hlutabréf í HS Orku séu að öllu leyti í samræmi við gildandi lög. Með fyrirliggjandi áliti nefndar um erlenda fjárfestingu þá er lögbundinni aðkomu stjórnvalda að málinu endanlega lokið.

Geysir Green Energy vill jafnframt geta þess að félagið er þess fullvisst að hagstæðasta tilboði í hlutafé HS Orku hafi verið tekið í kjölfar söluferlis hvar nokkrir aðilar skoðuðu kaup á hlut félagsins í HS Orku.

Ekki var um að ræða sölu á auðlindum sem HS Orka hefur afnotarétt af en þær auðlindir eru í eigu sveitarfélaga. Fullyrðingar um annað eru ósannindi.

Skipun forsætisráðherra á nefnd sem framkvæma á óháða og sjálfstæða rannsókn sem ly´tur að kaupum Magma Energy Sweden AB á hlutbréfum í HS Orku sem boðuð var með bréfi viðskiptaráðherra dags. 27. júlí sl. hefur takmarkaða þy´ðingu varðandi umrædd viðskipti þar sem þeim hefur verið lokið og umrædd nefnd starfar ekki í krafti neinna laga.

Þar sem umrædd nefnd er í raun umboðslaus hefur Geysir Green Energy ekki séð sér annað fært en að hafna því að veita upply´singar varðandi umrædd viðskipti sem nefndinni er ætlað að rannsaka. Jafnframt hefur félagið bent á það að nefnd um erlendar fjárfestingar fékk frá félaginu öll gögn um viðskipti þess við Magma Energy Sweden og að viðskiptaráðuneytinu sé óheimilt að veita öðrum aðilum aðgang að þeim. Geysir

Green Energy hefur óskað eftir því við Umboðsmann Alþingis að hann kanni og fari yfir stjórnsy´slulega meðferð málsins sem og lagalegar heimildir að baki störfum rannsóknarnefndarinnar enda ljóst að niðurstaða nefndarinnar getur ekki haft nokkur áhrif á viðskipti milli einkaaðila og framkvæmdavaldið getur ekki aðhafast með lögmætum hætti gagnvart þeim einkaaðilum sem um ræðir á grundvelli niðurstaðna nefndarinnar.

Ennfremur hefur félagið sent viðskiptaráherra bréf þar sem þessum vinnubrögðum er mótmælt og félagið áskilur sér allan rétt til bóta verði það fyrir tjóni af völdum aðgerða ríkisvaldsins.

Geysir Green Energy harmar það upphlaup sem efnt hefur verið til nú í tengslum við einkavæðingu HS Orku sem hófst fyrir um 3 árum síðan. Geysir Green Energy harmar jafnframt þær neikvæðu móttökur sem fyrsti erlendi fjárfestirinn eftir hrun hér á Íslandi fær af hálfu stjórnvalda. Ljóst er að endurreisn íslensk efnahagslífs mun ekki eiga sér stað án aðkomu erlends fjármagns og frekari uppbyggging orkugeirans á Íslandi er ekki raunhæfur kostur nema með auknu eigin fé til orkufyrirtækjanna. Ny´r eigandi HS Orku er þess umkominn að geta aukið eigið fé HS Orku og stutt þannig við félagið til frekari framkvæmda, uppbyggingar og verðmætasköpunar fyrir samfélagið. Auk þess má draga það fram að með þessum viðskiptum þá verður HS Orka hornsteinn í alþjóðlegu jarðhitafyrirtæki hvar þekking íslendinga við að virkja og ny´ta jarðhita getur ny´st um allan heim. Þrátt fyrir að HS Orka sé þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins þá framleiðir félagið aðeins rúmlega 9% af raforku landsins. Fyrirtæki sem eru að öllu leyti í eigu ríkis og sveitarfélaga hafa um 90% hlutdeild raforkuframleiðslunnar á sinni hendi. Stjórnvöld ættu því að geta verið þess fullviss að bein yfirráð ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði verði óbreytt án nokkurra afskipta af sölunni á HS Orku.

Fréttatilkynning frá Geysi Green Energy.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024