Geta allir sparað?
Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræðingur heldur námskeiðið Úr mínus í plús á morgun, þriðjudag í Reykjanesbæ. Á meðal annarra áhugaverðra staðhæfinga segir Ingólfur að allir geti sparað. Það sér ekki upphæðin sem skipti máli í sparnaði. Tíminn og vextirnir séu það eina sem skiptir máli. Ingólfur sýnir að með því að spara 1 krónu á dag má safna rúmum 700 milljónum á 65 árum.
Hann staðhæfir einnig að launin skipti ekki máli, aðeins hvað gert er við launin. Þannig leggur hann til að hver og einn spari 10% af útborguðum launum um hver mánaðamót. Og að lokum sýnir Ingólfur hvernig losna má við skuldirnar á ótrúlega skömmum tíma án þess að bætt sé við greiðslubyrðina. Svo sannarlega ótrúlegar staðhæfingar en þó sannar. Við hvetjum því alla sem hafa áhyggjur af efnahagsástandinu til að drífa sig á námskeiðið Úr mínus í plús á þriðjudaginn í Ránni Reykjanesbæ. Námskeiðið hefst kl 18:15 og er skráning á www.spara.is og í síma 5872580 Verð 4.500 kr. Námskeiðið er 4 klukkustundir.
Fréttatilkynning.