Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Gerum svæðið eftirsóknarvert fyrir alla
Þriðjudagur 14. júní 2016 kl. 14:10

Gerum svæðið eftirsóknarvert fyrir alla

Fyrir skömmu birtist viðtal við mig á forsíðu Fréttablaðsins þar sem ég var spurður álits um afmarkaða þætti nýútkominnar skýrslu; svokallaða lýðheilsuvísa Landlæknisembættisins. Þar sagði ég m.a. að ég væri ekki viss um að verkefni, sem Reykjanesbær tók þátt í fyrir nokkrum árum og gekk út á að fela grunnskólabörnum tímabundna umsjón og ábyrgð með sérstaklega útbúnum dúkkum sem hegðuðu sér eins og ungabörn, hefði skilað tilætluðum árangri. Einnig sagði ég í þessu viðtali að rekja mætti lágt menntunarstig á Suðurnesjum m.a. til hálfrar aldar veru Varnarliðsins þar sem fólk hefði getað fengið vel launuð störf án mikillar menntunar. Þessi svör mín hafa farið fyrir brjóstið á nokkrum hópi Suðurnesjamanna og bið ég þá afsökunar á því hér með.

Brúðuverkefnið var vel heppnað og vakti ungt fólk í efri bekkjum grunnskólans til umhugsunar um þá ábyrgð sem fylgir því að eignast barn. Hjá Varnarliðinu starfaði góður hópur háskólamenntaðra starfsmanna s.s. verkfræðingar og viðskiptafræðingar sem margir völdu hins vegar að búa utan Suðurnesja. Það ætti að vera verkefni allra sem hér búa að gera svæðið eftirsóknarvert til búsetu fyrir alla hópa, þar með talið háskólamenntað fólk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kær kveðja

Kjartan Már Kjartansson

bæjarstjóri Reykjanesbæjar