Gengur þú með dulda sykursýki?
Ókeypis blóðsykursmæling í boði Lions
Föstudaginn 16. nóvember frá kl. 13 til 16, munu Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum í samstarfi við Lyfju, bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingu í verslunarmiðstöðinni Krossmóa í Reykjanesbæ. Í Grindavík verða blóðsykursmælingarnar í versluninni Nettó.
Nóvember er mánuður sykursýkisvarna hjá Lionshreyfingunni og í tilefni af því beina Lionsmenn nú kröftum sínum sérstaklega að þessu þarfa málefni.
Sykursýki er hættulegur sjúkdómur. Báðar tegundir sykursýki, sykursýki 1 og sykursýki 2, eru í mikilli sókn. Talið er að jafnvel þúsundir einstaklinga gangi með dulda sykursýki. Hver sem er, óháð aldri, getur fengið sykursýki 1, en eldra fólk, þeir sem hafa ættarsögu um sykursýki og þeir sem eru of þungir, eru í sérstakri hættu á að fá sykursýki 2.
Blóðsykursmælingin, sem tekur aðeins örstutta stund, verður framkvæmd af hjúkrunarfræðingi sem er sérfræðingur í málefnum sykursjúkra.
Lionsklúbbarnir á Suðurnesjum þakka fyrir jákvæðni og stuðning fyrr og nú og hvetja Suðurnesjamenn eindregið til að nýta sér þetta tækifæri til að fá fría blóðsykursmælingu.
Með Lionskveðju,
Geirþrúður Fanney Bogadóttir,
svæðisstjóri á sv. 5 109A