Gengið um Básenda og Þórshöfn
S.l. laugardag gekk FERLIR um Básenda frá Stafnesi í fylgd Guðmundar L. Guðmundssonar frá Bala. Gengið var um gömlu steinbrúna austan Básendahóls á leið að gamla brunninum austan gömlu búðanna. Brunnurinn er enn vel greinanlegur. Efstu hleðslur sjást, en að öðru leyti er hann fullur af sandi. Í fornleifaskrá fyrir Básenda er brunnurinn sagður horfinn í sandinn og ekki vitað hvar hann hefur verið. Raunin virðist hins vegar önnur. Þá var gamla hústóttin á Básendum skoðuð, en bærinn, ásamt öðrum húsum, s.s. búðinni, lýsisbræðslunni, fjósinu og hlöðunni, eyðilögðust Básendaflóðinu árið 1799. Neðan hennar að norðanverðu er Básendavörin og má enn sjá för eftir kjalför bátanna á klöppunum. Austan tóttarinnar er gamla réttin og vestan hennar eru kengir, sem bátar í víkinni voru festir við allt frá því á 16. öld. Ef vel er gáð má sjá eina 5 til 7 kengi með víkinni og á skerjum.
Draughóll með dysinni upp á var skoðaður og síðan gengin gamla Hrossagatan yfir að Þórshöfn. Á leiðinni lýsti Guðmundur miðum og kennileitum, s.s. Svartakletti með ströndinni, en hann var notaður sem mið í Keili, Mjóuvörðu efst á heiðinni, en hún var notuð sem sundvarða o.fl. Leitað var að áletruðu Hallgrímshellunni á holti norðan Þórshafnar og síðan litið á leturklöppina ofan hennar. Á henni má sjá ýmis ártöl og fangamörk. Þar nálægt er klappað á fleiri steina, bæði ártöl frá því á 19. öld og fangamörk.
Í bakaleiðinni var komið við í Gálgum, gömlum aftökustað, sem heimildir eru til um. Gengið var í ágætu veðri þrátt fyrir slæma spá.
Stafnessvæðið bíður upp á mikla útivistarmöguleika. Þar eru minjar frá fyrri tíð sem og óspillt náttúran. Aðstaða er þarna hin ákjósanlegasta og gönguaðstæður fyrir alla aldurshópa.
Kveðja,
Ómar Smári Ármannsson
Draughóll með dysinni upp á var skoðaður og síðan gengin gamla Hrossagatan yfir að Þórshöfn. Á leiðinni lýsti Guðmundur miðum og kennileitum, s.s. Svartakletti með ströndinni, en hann var notaður sem mið í Keili, Mjóuvörðu efst á heiðinni, en hún var notuð sem sundvarða o.fl. Leitað var að áletruðu Hallgrímshellunni á holti norðan Þórshafnar og síðan litið á leturklöppina ofan hennar. Á henni má sjá ýmis ártöl og fangamörk. Þar nálægt er klappað á fleiri steina, bæði ártöl frá því á 19. öld og fangamörk.
Í bakaleiðinni var komið við í Gálgum, gömlum aftökustað, sem heimildir eru til um. Gengið var í ágætu veðri þrátt fyrir slæma spá.
Stafnessvæðið bíður upp á mikla útivistarmöguleika. Þar eru minjar frá fyrri tíð sem og óspillt náttúran. Aðstaða er þarna hin ákjósanlegasta og gönguaðstæður fyrir alla aldurshópa.
Kveðja,
Ómar Smári Ármannsson