Gefur ekki kost á sér í eitt af efstu sætunum
Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér í eitt af efstu sætum sameiginlegs framboðslista Framsóknarflokks, Samfylkingar og óflokkbundinna fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Ástæðan eru miklar annir og fjarvera af svæðinu en Kjartan Már sækir vinnu til höfuðborgarsvæðisins á hverjum degi.
„Þetta var ekki auðveld ákvörðun. Ég er búinn að velta þessu vel fyrir mér og tilkynnti uppstillinganefnd og félögum mínum í Framsóknarflokknum þessa ákvörðun mína í síðustu viku. Að vera í einu af efstu sætunum í aðdraganda kosninga krefst þess að frambjóðendur séu til staðar og geti varið drjúgum tíma og orku í undirbúning og kosningabaráttuna sjálfa. Ég hef verið að taka við stórum og spennandi verkefnum í vinnunni og vinn oft langan vinnudag. Það er því lítill tími aflögu nema fyrir fjölskylduna.”
Er eftirmaðurinn klár?
„Það kemur alltaf maður í manns stað og sem betur fer erum við Framsóknarmenn svo heppnir að eiga mikið af ungu, vel menntuðu fólki sem hefur áhuga á samfélaginu og vill taka þátt í að byggja það upp. Ég geri ráð fyrir að eftirmaður minn komi úr þeim hópi en það er þó annarra að ákveða það” sagði Kjartan Már í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Kjartan Már starfar í Latabæ. Með honum á myndinni er annar Suðurnesjamaður, María Rut Reynisdóttir. María hefur tekið við af honum sem aðstoðarmaður Magnúsar Scheving en Kjartan Már er að taka við nýju starfi og mun m.a. verða svæðisstjóri Latabæjar í Þýskalandi.
„Þetta var ekki auðveld ákvörðun. Ég er búinn að velta þessu vel fyrir mér og tilkynnti uppstillinganefnd og félögum mínum í Framsóknarflokknum þessa ákvörðun mína í síðustu viku. Að vera í einu af efstu sætunum í aðdraganda kosninga krefst þess að frambjóðendur séu til staðar og geti varið drjúgum tíma og orku í undirbúning og kosningabaráttuna sjálfa. Ég hef verið að taka við stórum og spennandi verkefnum í vinnunni og vinn oft langan vinnudag. Það er því lítill tími aflögu nema fyrir fjölskylduna.”
Er eftirmaðurinn klár?
„Það kemur alltaf maður í manns stað og sem betur fer erum við Framsóknarmenn svo heppnir að eiga mikið af ungu, vel menntuðu fólki sem hefur áhuga á samfélaginu og vill taka þátt í að byggja það upp. Ég geri ráð fyrir að eftirmaður minn komi úr þeim hópi en það er þó annarra að ákveða það” sagði Kjartan Már í samtali við Víkurfréttir.
Myndin: Kjartan Már starfar í Latabæ. Með honum á myndinni er annar Suðurnesjamaður, María Rut Reynisdóttir. María hefur tekið við af honum sem aðstoðarmaður Magnúsar Scheving en Kjartan Már er að taka við nýju starfi og mun m.a. verða svæðisstjóri Latabæjar í Þýskalandi.