Gefstu upp!
Helgi Rafn Guðmundsson skrifar.
„It is not the daily increase but the daily decrease. Hack away at the unessential.“ - Bruce Lee
„Aldrei gefast upp! Haltu áfram og þú munt ná þeim árangri sem þú vilt“. Við könnumst eflaust við þessar ráðleggingar og auðvitað er mikið til í þessu. Þrautseigja er einn mikilvægasti kostur einstaklingsins og að geta haldið áfram þegar róðurinn þyngist er lífsnauðsynlegur eiginleiki. Þegar leiðin liggur til betri vega þá er hinsvegar ekki minna mikilvægt að finna hverju má sleppa eins og hvað það er sem vantar uppá. Þá er jafnvel mikilvægt að finna hverju maður á að gefast upp á eða sleppa takinu á.
Dæmi:
Þegar þú getur ekki náð þeim árangri sem þú þarft út af nammideginum þínum - gefstu upp á honum.
Þegar þú getur ekki farið á æfingu út af öllum þáttunum sem þú „verður“ að horfa á - gefstu upp á honum.
Þegar þú þú ferð alltaf seint af sofa út af facebook vafri - gefstu upp á því.
Þegar þú „verður” að fá þér gosglas með máltíðunum þínum og nærð ekki að léttast - gefstu upp á því.
Þegar þú geymir verkefnin fram á síðustu stundu til að hafa meiri tíma fyrir eitthvað sem skiptir engu máli - gefstu upp á því.
Þegar áhyggjurnar eru að íþyngja þér og koma í veg fyrir að þú takir næstu skref - gefstu upp á þeim.
Í stað þess að byrja á að venja þig á einhverja nýja siði skaltu prófa að greina hvaða siðum eða aðstæðum þú getur sleppt eða breytt þannig að það hafi áhrif á þig. Það gefur þá tilfinningu að það sé verið að búa til meiri tíma og pláss fyrir nýja siði sem geta bæst við síðar. T.d. ef það er eitthvað varðandi mataræðið sem þarf að laga, byrjaðu að taka burt einhverjar ákveðnar fæðutegundir sem er mjög augljóst að hafi neikvæð áhrif og bæta svo smá saman öðrum fæðutegundum sem vantar í mataræðið. Ef þú ert þessi aðili sem segist ekki hafa tíma til að gera eitthvað mikilvægt skaltu byrja á að finna hvar þú getir sparað tíma með því að sleppa einhverju sem er í raun og veru óþarfi. Ef þú nærð ekki árangri á æfingum skaltu reyna að finna hvaða hugsanir eða venjur hjá þér eru að halda aftur af þér og sleppa þeim.
Auðvitað skiptir líka máli að geta bætt við nýjum hefðum en þessi aðferð gæti reynst mörgum góð byrjun á að takast á við markmiðin sín. Þannig að ef þú vilt ná markmiðum þínum, byrjað á að finna hvernig þú getur gefist upp.
Helgi Rafn Guðmundsson.