Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 27. ágúst 2001 kl. 09:38

Gas er vandmeðfarið

Sumar og sól. Fólk flykkist upp í bústað eða í tjaldútilegu. Grillið er aldrei langt undan. Á góðum kvöldum er fátt betra en að tylla sér út á verönd heima við, kveikja á grillinu og útbúa hollan og góðan mat af grillinu. Já, grillmaturinn freistar margra en það ber að minnast þess að meðferð á gasi er ekki á hvers manns færi og margt ber að varast. Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, ritar hér nokkur varnaðarorð um meðferð á gasi.

Sprengihætta
Töluverð aukning er á notkun gasbúnaðar er meðal almennings. Mikilvægt er að búnaður, þ.e. gasgrill og annar gasbúnaður, sé vandlega yfirfarinn. Þá þarf að gæta þess að slöngur og kranar séu ávallt í góðu lagi. Skoða skal gashylki, þ.e. athuga ytra útlit, suðusamsetningar o.fl. Einnig ber sérstaklega að varast að leggja gashylki í nálægð við hitagjafa eins og miðstöðvarofna því aukinn hiti eykur þrýsting í gashylkjum. Sem dæmi má nefna að ef gashylki nálgast 100 °C er hætta á að það springi. Sum hylki eru útbúin með öryggisloka til varnar því að sprenging verði við þær aðstæður. Ávallt skal gæta fyllsta öryggis við notkun.

Er í eðli sínu lyktarlaust
Í stuttu máli má segja að gasið er 1.5 sinnum þyngra en andrúmsloft og þess vegna mjög varasamt því það leitar í kjallara, gryfjur og önnur niðurgarafin rými, safnast þar upp og veldur sprengihættu. Propane gas er í eðli sínu lyktarlaust og því öryggisins vegna er lífrænum lyktarefnum blandað í gasið sem gefur því sterka lykt þannig að auðvelt verði að skynja gasleka. Sterk lykt gefur þó ekki glögga mynd á það hversu mikið magn af gasi er í andrúmsloftinu, eða hversu hættan er mikil. Góð loftun er því frumskilyrði því tendrunarsvið og sprengisvið Propane gass eru mjög varhugaverð.

Nokkur öryggisatriði
Með aukinni gas notkunn hefur flutningur á gashylkjum færst í vöxt. Mjög strangar reglur gilda um flutninga á gashylkjum sem og öðrum þrýstihylkjum en undanþága er veitt á flutningum á stökum hylkjum til einkanota sé eftirfarandi öryggisatriðum fylgt:

Hylkin skulu fest örugglega og engir lausir hlutir sem geta dottið á hylkin.

Hylkin má alls ekki flytja með áföstum þrýstijafnara, hylkjalokinn sé lokaður og tryggt að ekki sé leki.

Góð útloftun/opinn gluggi.

Ekki geyma hylkin í ökutækinu að óþörfu.

Verja þrýstihylkin gegn hita t.d. sól.

Ef umfreðaróhapp á sér stað látið lögreglu/slökkvilið vita um hylkið. Hylkin eru hættuleg tóm!

Ef grunur er um gasleka þá leggið ökutækinu á afviknum stað, fjarlægið gashylkið úr bílnum og látið slökkvilið/yfirvöld vita.

Bent er á heimasíðu AGA www.aga.is til frekari upplýsinga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024