Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 16. janúar 2002 kl. 10:57

Garður: Sigurður Ingvarsson hættir í vor

Á fjölmennum fundi F-listans í Garði í gærkvöldi lýsti Sigurður Ingvarsson, oddviti, því yfir að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs í sveitarstjórnarkosningunum í maí n.k.Sigurður hefur átt sæti í hreppsnefnd Gerðahrepps frá árinu 1974 og gegnt starfi oddvita frá árinu 1994. Á sama fundi lýsti Ingimundur Þ.Guðnason,varaoddviti,því yfir að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér til framboðs í næstu kosningum.
F- listinn hefur skipað sérstaka nefnd til að vinna að undirbúningi framboðs við kosningarnar í maí n.k.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024