Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 16. september 2002 kl. 11:19

Garðmenn vilja árlegan Vitadag

Gerðahreppur hefur sett á fót nýja nefnd í sveitarfélaginu og hefur sett nefndinni það hlutverk að vera ráðgefandi um stefnumörkun í menningarmálum og verði heiti nefndarinnar ferða-og menningarnefnd Gerðahrepps. Nefndinni hefur verið falið að móta tillögu um sérstakan hátíðisdag í Garðinum, sem haldinn yrði ár hvert. Hugmynd hefur komið fram um sérstakan “Vitadag”.
F-listinn í Garði lagði fram eftirfarandi tillögu á síðasta fundi hreppsnefndar Gerðahrepps:
”Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkir að Ferðamálanefnd fái einnig það hlutverk að vera ráðgefandi um stefnumörkun í menningarmálum og verði heiti nefndarinnar Ferða-og menningarnefnd Gerðahrepps. Hreppsnefnd Gerðaherpps samþykkir að fela nýskipaðri nefnd að móta tillögu um sérstakan hátíðisdag í Garðinum, sem haldinn yrði ár hvert.Hugmynd hefur t.d. komið fram að haldinn yrði sérstakur “Vitadagur”. Mörg sveitarfélög hafa tekið upp þann sið að halda sérstakan dag fyrir íbúa og gesti.Við í Garðinum höfum uppá svo margt að bjóða að slíkur dagur á að geta tekist vel ef vandað er til undirbúnings.”
Nefndina skipa: Aðalmenn: Gunnar Häsler,formaður, Bragi Einarsson og Jónas Hörðdal
Varamenn: Ásgeir Hjálmarsson, Jón Hjálmarsson, Anna Reynarsdóttir
Samþykkt með 6 atkvæðum, fulltrúi H-listans situr hjá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024