Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Laugardagur 4. janúar 2003 kl. 14:03

Gallup könnun: Sjálfstæðisflokkur fengi fjóra

Samkvæmt könnun Gallups sem gerð var frá 28. nóvember til 29. desember á fylgi stjórnmálaflokkanna fengi Sjálfstæðisflokkurinn fjóra fulltrúa kjörna í Suðurkjördæmi, Samfylkingin fengi 2 fulltrúa kjörna, Framsóknarflokkurinn fengi 3 menn kjörna í Suðurkjördæmi og Vinstri Grænir fengju einn fulltrúa kjörinn.Samkvæmt könnuninni á landsvísu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 26 þingmenn, Samfylkingin 21, Vinstri-grænir og Framsóknarflokkurinn 8, hvor flokkur, ef kosið hefði verið til Alþingis í desember 2002. Þessar niðurstöður byggjast á mjög stóru úrtaki þar sem spurðir voru 3.128 landsmenn á aldinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 70%.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024