Gáfu Heiðarholti veglegar gjafir
Líknarsjóður Finngjargar Sigurðardóttur styrkti á dögunum Skammtímavistunina Heiðarholt um næstum hálfa milljón í formi gjafa. Finnbjörg sem sjóðurinn er nefndur eftir var frá Felli í Sandgerði, fædd 1906 og lést árið 1952 og var sjóðurinn stofnaður árið 1953. Þeir peningar sem eru í þessum sjóð koma eingöngu af sölu á minningarkortum. Það er venja að gefa úr þessum sjóði á u.þ.b. 5 ára fresti. Þeir sem fengu að njóta að þessu sinni voru skjólstæðingar á Skammtímavistunninn Heiðarholti, Garði. Keyptur var sturtu/salernis stóll ásamt öðrum hjálpartækjum fyrir kr. 483.000. Stóllinn nýtast mikið fötluðum börnum og var hann afhentur nú í byrjun júní.
Hægt er að nálgast kortin hjá Sigríði Hönnu í síma 694-8221 eða 423-7566.