Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fyrsti skóladagur verður skipulagsdagur
Sunnudagur 2. janúar 2022 kl. 17:09

Fyrsti skóladagur verður skipulagsdagur

Nú hefst skólastarf senn á ný í leik- og grunnskólum eftir jólafrí. Í ljósi þess hve mörg Covid-19 smit eru í samfélaginu okkar, þá vil ég hvetja ykkur til að huga vel að öllum sóttvörnum og árétta að senda ekki börnin ykkar í skólann ef þau eru með einkenni. Þau ykkar sem hafa lagt land undir fót hugi enn fremur vel að þeim reglum sem gilda við landamærin á Íslandi.

Ákveðið hefur verið að fyrsti skóladagur eftir jólafrí (ýmist 3. eða 4. janúar hjá grunnskólum) verði skipulagsdagur í grunn- og leikskólum, í frístundastarfi og tónlistarskólanum. Þetta er gert til að gefa starfsfólki tækifæri til að laga starfsemina að aðstæðum í samfélaginu og gildandi reglugerð. Miðað við hraða á útbreiðslu Covid-19 má búast við að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og tónlistarskóla á komandi dögum, en eins og áður verður reynt að leysa forföll eins og hægt er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og reynslan hefur sýnt okkur, þá hefur það mikil áhrif á skólastarf þegar upp koma smit hjá nemendum eða starfsfólki í skólum. Í kjöl­farið þurfa oft mörg börn og fjöl­skyld­ur þeirra að fara í sótt­kví sem er íþyngj­andi aðgerð sem rask­ar dag­legu lífi. Hægt er að minnka lík­urn­ar á því með því að fylgja leiðbeiningum og tilmælum sótt­varna­lækn­is og heilbrigðisyfirvalda í hvítvetna og gæta ítrustu sóttvarna.

Með ósk um gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs.