Fyrsti aðalfundur Skinnu
Skinna, félag um sagnaritun, heldur sinn fyrsta aðalfund í dag. Félagið var stofnað í Reykjanesbæ 30. desember 2011 af áhugafólki um söfnun og varðveislu æviminninga og sjálfssagna fólks.
Er höfuðáhersla lögð á notkun upplýsingatækni nútímans og að hvetja með þeim hætti Íslendinga til að skrifa æviminningar. Nú þegar er hafin á vegum Skinnu vinna við þróun vefkerfis sem verður sérhannað til slíkrar skráningar og eru vonir bundnar til að frumútgáfa þess verði tilbúin til notkunar snemma á þessu ári.
Aðalfundurinn verður haldinn í Eldey Frumkvöðlasetri á Ásbrú Reykjanesbæ, n.t.t. Grænásbraut 506, og hefst kl. 18.
Nánari upplýsingar veitir formaður Skinnu, Sólmundur Friðriksson, í síma 863-5831.