Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fyrirhyggja að forvörnum
Föstudagur 26. janúar 2007 kl. 13:30

Fyrirhyggja að forvörnum

Forvarnir: Ráðgjöf: Stuðningur: Eftirfylgni


Þetta er það sem koma þarf. Forvarnarstefnan hjá byggðalögunum 5 hér á Suðurnesjum er ekkert í þessa veru. Hún snýst nánast eingöngu um börnin og unglingana sem eru á skólaaldri. Einnig er talað um að foreldrar séu besta forvörnin. Auðvitað er það rétt ef allir eru í góðum málum. Eins og staðan er í dag með alla þá sem eru virkir, aðstandendur þeirra sem eru meðvirkir, þunglyndir eða hreinlega sjúkir á einn eða annan hátt þurfa á stuðning, ráðgjöf , fræðslu og eftirfylgni að halda, geta bara hreinlega ekki sinnt börnunum og þeim sem á því þurfa að halda. Það er nú bara þannig og það er engin skömm að leita sér hjálpar. Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2000 um hagi og líðan barna í 9. og 10. bekk í grunnskóla Reykjnesbæjar kom fram að 18% stelpna og 9% stráka eiga mjög erfitt að fá umhyggju og hlýju frá foreldrum sínum. Einnig kemur fram að 33% stelpna og 14% stráka segja andlega líðan sína slæma. Er þetta slæmt eða hvað. Hvað geta foreldrar gert til að draga úr vanlíðan barna sinna og þeirra sem minna meiga sín? Leitað sér hjálpar. Hvar er samviskan. Að hafa einn einstakling í fjölskyldu sem er veikur, verður öll fjölskyldan meira og minna andlega veik á líkama og sál án þess að gera sér grein fyrir því, lenda þá börn og unglingar og þeir sem minna meiga sín í skugga þeirra og geta ekki tjáð sig um það hvernig þeim líður, draga sig í skel ( þunglyndi, samviskubit og fl. er áunnið ) Ég er nú þegar búinn að ræða við alla bæjarstjórana hér á Suðurnesjum um þessi mál og eftir að hafa útskýrt hvað ég er að fara með þessu og hvað ég er að sjá og heyra,  hef ég fengið mjög góðan skilning á þessu og frábærar undirtektir frá þeim, get ég ekki verið annað en bjartsýnn á framhaldið. Þeir voru allir sammála um að þetta er það sem vantaði allveg inn í þeirra forvarnastefnu, en svo er bara að sjá hvað meira er þar á baki. Þetta mál verður tekið fyrir nú í vikunni og verður fróðlegt að fylgjast með hvað kemur út úr því. Ég hef rætt við frovarnarfulltrúa lögreglunnar og er hann sammála um að það sé brýn þörf á þessau. Einnig hef ég rætt við prest sem sér ástæðu fyrir því að ræða um þetta við sína kollega um mikilvægi þess að fá svona þjónustu hér að svæðið. Segir hann að ef þetta verður að veruleika, verður mikil hugar og heilsufars breyting hér á svæðinu. Og ætlar hann að athuga með að hafa t.d æðruleysismessur oftar en gert er. Þessi þjónusta er nauðsynileg, og það sjá það allir þegar farið er að ræða málin. Það þurfa nefnilega allir að koma að svona mikilvægu verkefni sem þessu svo það verði að veruleika, s.s fagfólk úr öllum stéttum. Læknar, ráðgjafar, lögreglan, prestar, ríkið, alþingismenn, fólk með reynslu, og að sjáfsögðu forsvarsmenn byggðalaganna og við öll hin. Að hafa sjúkling í fjölskyldu, smitar út frá sér. Að hafa heilbrigða fjölskyldu, smitar líka út frá sér, en við elskum samt báða ekki satt.

P.s . Ég er búin að opna blogg síðu þar sem þið getið sagt ykkar álit og fylgst með  því sem ég er að gera og jafnvel tekið þátt í þessu með mér, t.d með góðum ábendingum og  hugmyndum um það sem betur má fara.


http://forvarnir.blogg.is

Erlingur Jónsson.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024