Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fyrir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 4. maí 2022 kl. 11:03

Fyrir gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Reykjanesbæ

Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi, skipar 1. sæti Umbótar X-U.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti árið 2020 að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í framhaldi undirritaði bærinn síðan samstarfssamning um Barnvænt sveitarfélag. Í samningnum segir: „Að sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur sáttmálans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi þess“. Í grein tvö segir „öll börn eru jöfn“ jafnræði - að horft sé til réttindi barna. Í grein 27 segir „næring föt og heimili“.

Að öll börn séu jöfn þýðir að öll börn eiga að geta neytt matar í skólum Reykjanesbæjar óháð efnahag foreldra. Undirrituð hefur ítrekað lagt fram fyrirspurnir, bókanir og tillögur varðandi gjaldfrjálsan eða niðurgreiddan skólamat fyrir fjölskyldur í Reykjanesbæ. Tillögum mínum hefur verið mætt af áhugaleysi og jafnvel hroka af hálfu, Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar. Hins vegar hefur árangur náðst um systkinaafslátt þegar kemur að þriðja barni og aukin niðurgreiðsla eftir fjölda barna. Kjarnafjölskyldur Reykjanesbæjar eiga tvö börn og því þurfa þau að greiða fullt gjald. Það á að stíga skrefið til fulls. Það lýtur að jafnræði barna í skólakerfinu að hafa aðgang að hollum skólamat óháð efnahag. Meirihlutinn innleiðir Barnasáttmálann og á vefsíðu Reykjanesbæjar er fjallað um að skólamatur sé lýðheilsumál. Á sama tíma hefur meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar ítrekað fellt tillögur mínar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hverjum treystir þú best til að innleiða gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Reykjanesbæ?