Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fundur með Árna Páli hjá Samfylkingunni
Miðvikudagur 28. nóvember 2012 kl. 10:59

Fundur með Árna Páli hjá Samfylkingunni

Árni Páll Árnason, þingmaður og fyrrv. ráðherra Samfylkingarinnar, hefur að undanförnu lagt land undir fót og heimsótt jafnaðarmenn vítt og breitt um landið til að ræða verkefnin framundan. Árni Páll leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvestukjördæmi í alþingiskosningum í vor og hefur til þessa einn tilkynnt framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar en nýr formaður mun taka við á landsfundi flokksins helgina 1.- 3. febrúar 2013.

Árni Páll verður gestur á fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fimmtudagskvöldið 29. nóvember. Fundurinn verður í Samfylkingarsalnum Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn, er öllum opinn og hefst kl. 20.00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024