Fundur í Hugmyndahúsinu á Ásbrú kl. 17
Hugmyndahúsið - Ásbrú heldur fund í dag kl. 17:00-18:30 í Virkjun. Allir eru velkomnir.
Hópurinn hefur að markmiði að vinna góðum hugmyndum veg að raunverulegum viðskiptatækifærum. Fólk getur ýmist unnið að sínum eigin hugmyndum, komið sínum hugmyndum á framfæri til annarra sem vilja nýta sér þær eða tekið þátt í vinnu við hugmyndir annarra. Vinnufundir eru vikulega á miðvikudögum kl. 17:00-18:30. Á vinnufundum er unnið með aðstoð stoðaðila að verkefnum þáttakenda. Farið verður í kynningarferðir til frumkvöðlafyrirtækja og/eða þeir komi á fundi hópsins og kynni sín verkefni.
Auk vinnufundanna er í boði að þáttakendur mæti á ýmis tengd námskeið og fyrirlestra í Virkjun:
Hópurinn verður studdur af fagaðilum gegnum það ferli sem til þarf, frá því hugmynd kemst á blað, uns hún er orðin að fullmótuðu viðskiptatækifæri.