Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fundur í Garði um atvinnutækifæri á Suðurnesjum
Þriðjudagur 9. maí 2006 kl. 11:23

Fundur í Garði um atvinnutækifæri á Suðurnesjum

Miðvikudaginn 10. maí kl. 20:00 stendur N-listinn í Garði fyrir opnum fundi um atvinnutækifæri á Suðurnesjum. Fundurinn verður haldinn í Sæborgu í Garði. Eftir að Oddný Harðardóttir bæjarstjóraefni N-listans hefur sett fundinn flytur Kristján G. Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, erindi um atvinnuhorfur og atvinnutækifæri á Suðurnesjum.

Björn Ingi Knútsson, flugvallarstjóri, ræðir um atvinnutækifæri tengd alþjóðlegum flugvelli. Ragnar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs Norðuráls, fjallar um áhrif álvers á samfélagið og Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs, flytur erindi um atvinnutækifæri og einstaklingsframtak. Að lokum svara frummælendur fyrirspurnum úr sal.

Á fundinn eru allir velkomnir.


Lykillinn að allri uppbyggingu sveitarfélags og búsetu er gott atvinnulíf. Suðurnes eru eitt atvinnusvæði sem býður upp á margvíslega möguleika til fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Sjósókn og fiskvinnsla munu áfram skipa verðugan sess í atvinnumálum en stærstu sóknarfæri framtíðarinnar liggja í greiðum aðgangi að orku, nálægð við góðar hafnir og alþjóðlegan flugvöll.

N-listinn leggur áherslu á að Sveitarfélagið Garður verði traustur og trúverðugur samstarfsaðili sem taki virkan þátt í þróun atvinnutækifæra á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024