Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 19. mars 2004 kl. 12:37

Fundarherferð í Suðurkjördæmi

Í kvöld fer fram fundur í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík sem er hluti af fundarherferð Sjálfstæðisflokksins um Suðurkjördæmi. Meðal þess sem lögð verður áhersla á er að efla samstöðu meðal ungra Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Framsögumenn á fundinum eru Böðvar Jónsson varaþingmaður og formaður Bæjarráðs Reykjanesbæjar. Unnur Brá Konráðsdóttir sem situr í áróðursnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og gegnir formennsku í Sjálfstæðisfélaginu Kára, Rangárþingi eystra, Ingvar Pétur Guðbjörnsson sem er yfir innra starfi SUS og Bjarni Einarsson en hann  starfaði sem kosningastjóri í Árborg í Alþingiskosningum 2003. Er fundurinn öllum opinn og eru félagsmenn í Heimi eindregið hvattir til að mæta og ræða áhugaverð málefni sem snúa að ungu fólki og  framtíðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024