Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

FS sigurvegari í Lífshlaupinu 2012
Laugardagur 3. nóvember 2012 kl. 13:00

FS sigurvegari í Lífshlaupinu 2012

Við nemendur og kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja erum að taka þátt í verkefni á vegum Landlæknisembættisins sem nefnist Heilsueflandi framhaldsskóli. Tilgangurinn með verkefninu er að skólar myndi sér heildarstefnu í forvarna- og heilsueflingarmálum. Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl.  FS byrjaði í þessu verkefni haustið 2011.  Þá var næringin sérstaklega tekin fyrir.  Það var gert m.a. með því að breyta fæðuúrvali í mötuneytinu og minnka unnar vörur til endursölu.  

Núna er ár hreyfingarinnar. Við fylgjum því eftir með margvíslegum viðburðum sem tengist hreyfingu og fjöldahreyfingu fyrir nemendur og starfsfólk.  Nú nýlega tókum við þátt í keppni á milli framhaldsskólanna sem nefnist Lífshlaupið.  Keppnin fólst í því að nemendur og starfsfólk skráði sína hreyfingu inn á www.lifshlaupid.is og saman kepptum við, við aðra framhaldsskóla.  Keppt var um meðal dagafjölda per nemenda.  Við náðum upp mikilli keppni innanhúss með því að skipta nemendum og starfsfólki í lið.  Liðin voru þannig skipuð að hvert sveitarfélag var með sitt lið og hvert svið innan skólans fyrir starfsmenn og kennara var með sitt lið.  Hvert og eitt lið var síðan með sína liðsstjóra sem hvatti fólk til hreyfingar og jafnframt að skrá hana inn í keppnina.   

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

FS-ingar háðu mikla keppni við Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautaskólann við Ármúla. Mikill rígur og samanburður er hjá nemendum í FS við VÍ.  Við erum sífellt að bera okkur saman við þá hvað varðar félagslífið og stemmingu innan skólans.  Þessi rígur hvatti okkur til að gera enn betur í hreyfingu og skráningu í keppninni.  Liðin skiptust á að hafa forystu, en svo fór að lokum að FS stóð uppi sem sigurvegari í Lífshlaupinu 2012!  

Þetta er bara rétt byrjunin og ætlum við okkur að halda áfram að auka hreyfingu meðal nemenda og starfsfólks FS. Vill stjórn NFS þakka öllum þeim nemendum og starfsfólki sem tóku þátt í þessu verkefnin kærlega fyrir.  

Ísak Ernir Kristinsson.
Formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja.