Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Frumvarpi um breytingu á fiskveiðistjórnun fagnað
Miðvikudagur 11. maí 2011 kl. 12:05

Frumvarpi um breytingu á fiskveiðistjórnun fagnað

Hjörtur M Guðbjartsson tók við formennsku af Ólafi Thordersen á aðalfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ serm haldinn var þriðjudaginn 10. maí. Ólafur skilaði blómlegu búi til hins nýja formanns, félagið að verða skuldlaust og öflugt starf í gangi.

Auk Hjartar þá skipa þau Vilhjálmur Skarphéðinsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Guðný Kristjánsdóttir og Johan D Jónsson hina nýju stjórn.

Fjörugar umræður um bæjar- og landsmál urðu á fundinum og var neðangreind ályktun samþykkt einróma:

„Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fagnar þeim mikla árangri sem ríkissstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur náð á erfiðum tímum og lýsir yfir sérstakri ánægju með að nú á tveggja ára afmælisdegi ríkisstjórnarinnar sé lagt fram langþráð frumvarp til breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun sem feli í sér almenningseign fiskistofna, innköllun aflaheimilda og endurúthlutun þeirra.“


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024