Frúin í Hamborg
Nokkrir aðilar sem tilheyra ónefndum stjórnmálaflokki hafa verið að lýsa skelfilegri frammistöðu Reykjanesbæjar í leikskólamálum.
M.a. hefur það verið fullyrt að sveitarfélagið standi sig verst allra sveitarfélaga á Íslandi hvað þennan málaflokk varðar. Ég ætla ekki að gera athugasemdir við þessa orðræðu en leyfi mér að setja fram nokkrar hugrenningar svona eins og í „Frúnni í Hamborg".
Hvað hefði mátt gera við peningana sem bæjarsjóður þurfti að borga til þess að bjarga gjaldþrota Reykjaneshöfn?
1. Það hefði t.d. mátt byggja fjórtán nýja leikskóla
2. Eða byggja tvo til þrjá nýja grunnskóla
3. Auka framlag til íþróttafélaga um 500 milljónir á ári næstu 17 árin
4. Fella niður fasteignaskatt í tæp 6 ár
5. Bjóða upp á ókeypis skólamáltíðir í 32 ár.
En maður á víst ekki að tala um fortíðina. Bara horfa fram á við.
Guðbrandur Einarsson,
fráfarandi oddviti Beinnar leiðar og alþingismaður.