Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 21. maí 2002 kl. 12:57

Frárennslismál í Gerðahreppi

Á undanförnum árum hefur heyrst um mikinn vanda Gerðahrepps vegna frárennslismála og kveðið svo fast að orði að ég var farin að halda að við Garðbúar stæðum þarna frammi fyrir miklum vanda sem við yrðum að leysa fyrir 2005, og að það yrði okkur erfitt að fara eftir nýjum lögum sem tækju þá gildi. Ég fór því á síðasta ári í Hollustuvernd ríkisins og fékk reglur þær sem eru um þessi mál. Kom þá í ljós að hér er um reglugerð sem við erum að taka upp eftir stöðlum frá Evrópusambandinu sem passa mjög vel fyrir byggðalög sem eru inn í miðju landi eða við vötn , ár og læki eða í lokuðum sundum þar sem lítil hreifing er á sjó , samanber sundin í Reykjavík og á Fitjanesti,en ný búið er að ljúka frárennslismálum af miklum myndarskap í Reykjanesbæ við Fitjanesti.
Reglan um að klára þessi mál fyrir 2005 gildir eingöngu fyrir byggðalög sem eru með fleirri en 2000 íbúa og gilda því ekki þessar reglur fyrir okkur. Samt tel ég rétt að við byrjum að kanna þessi mál sem fyrst.
Þar ber helst að fylgast með gerlamyndun við útrennsli í sjó til þess þarf að taka sýni reglulega á eins til tvegga ára tímabili eftir það erum við komin með upplýsingar um hvað þarf að gera. Á þeim stöðum sem ég hef skoðað sést ekki nokkur hlutur við frárennslisúrtökin , þökk sé miklum sjógangi í fjörunni okkar . Ekki hef ég miklar áhyggjur af því að við komum illa út úr þeirri könnun, en samt er ljóst að við þurfum að setja upp gildrur til að ná úr frárennslum föstum hlutum sem ekki leysast upp eða rotna í náttúruni. Ég tel að góður undirbúningur muni skapa okkur Garðbúum minnsta kostnað sem völ er á því að þessar reglur gilda fyrst og fremst um mælingar og sjónmat við útrennsli. Dýrar dælustöðvar gilda eingöngu þar sem ekki er hægt að koma þessu frá á annan hátt til að mynda við Fitjanesti.
Látum því engan telja okkur trú um að hér sé um mikinn vanda að ræða sem muni kosta okkur hundruð milljóna á næstu árum það er tóm firra er getur skotið upp kollinum í hugum manna sem hafa lítið kynnt sér þessi mál

Gunnar H. Hasler
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024