Framtíðarmöguleikar ferðaþjónustunnar á Reykjanesi ræddir á aðalfundi FSS
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Suðurnesja verður haldinn á morgun 10. október í Upplýsingamiðstöð Suðurnesja að Krossmóa 4, Reykjanesbæ kl. 13:00.
Utan venjulegra aðalfundarstarfa verður erindi um „Framtíðarmöguleikar ferðaþjónustunnar á Reykjanesi“, Anna Sverrisdóttir f.v. framkvæmdastjóri Bláa Lónsins. Einnig verður fjallað um Eldfjallagarðinn Reykjanes.
Allir velkomnir.