Framsóknarforysta á fundi í Reykjanesbæ
Á komandi vikum mun nýkjörin forysta Framsóknarflokksins halda opna fundi um land allt.
Þau Jón Sigurðsson, formaður, Guðni Ágústsson, varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir munu hitta trúnaðarmenn flokksins og kjósendur auk annarra sem áhugasamir eru um starf flokksins og áherslur í einstökum málum.
Fundirnir verða samtals 20 talsins og verða auglýstir í dagblöðum og staðbundnum miðlum eftir því sem við á.
Fyrsti fundurinn verður í Reykjanesbæ laugardaginn 30. September. Fundarstaður er Framsóknarhúsið, Hafnargötu 62 í Keflavík og hefst fundurinn kl. 11:00.
Þau Jón Sigurðsson, formaður, Guðni Ágústsson, varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir munu hitta trúnaðarmenn flokksins og kjósendur auk annarra sem áhugasamir eru um starf flokksins og áherslur í einstökum málum.
Fundirnir verða samtals 20 talsins og verða auglýstir í dagblöðum og staðbundnum miðlum eftir því sem við á.
Fyrsti fundurinn verður í Reykjanesbæ laugardaginn 30. September. Fundarstaður er Framsóknarhúsið, Hafnargötu 62 í Keflavík og hefst fundurinn kl. 11:00.