Framsóknarflokkurinn vill halda úti almenningssamgöngum í Reykjanesbæ
Núverandi almenningsvagnakerfi kostar Reykjanesbæ 36 milljónir á ári. Samkvæmt útreikningum mínum má lækka þann kostnað um helming, miðað við gefnar forsendur. Sparnaðurinn kemur fyrst og fremst til með að birtast í formi lægri greiðslna til þeirra sem sinna kerfinu fyrir Reykjanesbæ. Þetta skrifar Kjartan Már Kjartansson í svari um Taxibus hugmyndina.Framsóknarflokkurinn vill halda úti almenningssamgöngum í Reykjanesbæ og því betri samgöngur, því betra. Í stefnuskrá Framsóknarflokksins eru settar fram hugmyndir um að skoða nánar hvort rétt sé að breyta fyrirkomulagi almenningssamgangna í Reykjanesbæ með því að nota leigubíla í stað strætó. Slíkt hefur verið gert í 33 þús. manna sveitarfélagi í Kanada í 10 ár og gengið það vel að önnur sveitarfélög þar hafa verið og eru að taka upp sama fyrirkomulag skv. upplýsingum að utan.
Núverandi almenningsvagnakerfi kostar Reykjanesbæ 36 milljónir á ári. Samkvæmt útreikningum mínum má lækka þann kostnað um helming, miðað við gefnar forsendur. Sparnaðurinn kemur fyrst og fremst til með að birtast í formi lægri greiðslna til þeirra sem sinna kerfinu fyrir Reykjanesbæ. Í dag er það SBK. Það kann að skýra andstöðu Einars Steinþórssonar, framkvæmdastjóra SBK, en á fundi sem hann sat ásamt fleirum í Framsóknarhúsinu um daginn var hann engu að síður sammála því að hugmyndin væri þess virði að skoða hana nánar. Viðar Már Aðalsteinsson, verkfræðingur og forstöðumaður Umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, er sama sinnis ásamt öllum öðrum sem hafa skoðað þetta mál.
Ég ætla ekki að skrifast á við Einar um þetta mál heldur einungis ítreka að tillaga okkar Framsóknarmanna gengur út á að skoða þetta nánar. Ef niðurstaðan úr þeirri skoðun verður neikvæð verður núverandi kerfi ekki breytt. Ef hún verður jákvæð má ætla að kerfinu verði breytt. Það verður þá fyrst og fremst gert með hagsmuni notenda og skattgreiðenda, að leiðarljósi.
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson,
leiðtogi B-listans í Reykjanesbæ
Núverandi almenningsvagnakerfi kostar Reykjanesbæ 36 milljónir á ári. Samkvæmt útreikningum mínum má lækka þann kostnað um helming, miðað við gefnar forsendur. Sparnaðurinn kemur fyrst og fremst til með að birtast í formi lægri greiðslna til þeirra sem sinna kerfinu fyrir Reykjanesbæ. Í dag er það SBK. Það kann að skýra andstöðu Einars Steinþórssonar, framkvæmdastjóra SBK, en á fundi sem hann sat ásamt fleirum í Framsóknarhúsinu um daginn var hann engu að síður sammála því að hugmyndin væri þess virði að skoða hana nánar. Viðar Már Aðalsteinsson, verkfræðingur og forstöðumaður Umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar, er sama sinnis ásamt öllum öðrum sem hafa skoðað þetta mál.
Ég ætla ekki að skrifast á við Einar um þetta mál heldur einungis ítreka að tillaga okkar Framsóknarmanna gengur út á að skoða þetta nánar. Ef niðurstaðan úr þeirri skoðun verður neikvæð verður núverandi kerfi ekki breytt. Ef hún verður jákvæð má ætla að kerfinu verði breytt. Það verður þá fyrst og fremst gert með hagsmuni notenda og skattgreiðenda, að leiðarljósi.
Kær kveðja
Kjartan Már Kjartansson,
leiðtogi B-listans í Reykjanesbæ