Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Framsókn fyrir fólk eins og þig
Sunnudagur 25. apríl 2021 kl. 08:13

Framsókn fyrir fólk eins og þig

Stjórn Kjördæmasambands Framsóknar í Suðurkjördæmi hvetur þig til að hafa áhrif. Þann 19. júní næstkomandi fer prófkjör Framsóknar í Suðurkjördæmi fram þar sem félagsmenn kjósa um fyrstu fimm sætin og velja fólk sem það treystir til þjónustu fyrir landsmenn. Á heimasíðu Framsóknar er hægt að skrá sig í flokkinn með rafrænum hætti. Einnig má finna upplýsingar um stefnu flokksins, greinaskrif þingmanna og ráðherra sem og viðburði framundan. Upplýsingar um félagsstarfið er einnig að finna í nýju appi Framsóknar.

Á kjörtímabilinu hefur Framsókn verið límið í ríkisstjórninni. Ráðherrar hafa komið mörgum málum í gegn og má þar t.d. nefna samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Aldrei í sögunni hefur jafn miklum fjármunum verið varið til samgöngumála á Íslandi enda má sjá afrakstur þeirrar fjárfestingar á vegum landsins. Fleiri verkefni eru samgöngusáttmáli, samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu. Loftbrú sem veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu, verkefni sem er eflandi fyrir landsbyggðina. Samvinnuverkefni (PPP) flýtiframkvæmdir í mikilvægum samgönguframkvæmdum þar sem verkefnin fela í sér aukið umferðaröryggi og styttingu leiða og skapa um 8.700 störf. Atvinna, atvinna, atvinna!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menningarmálaráðherra, hefur aukið jafnrétti til náms með nýjum menntasjóði og 18% hækkun á framfærsluviðmiði. Hún hefur komið á beinum fjárstuðningi við foreldra í námi með 30% afskrift höfuðstóls námslána við námslok sem er gríðarlegt hagsmunamál nemenda. Grundvallarbreytingar hafa verið gerðar til að jafna tækifæri nemenda í iðnnámi. Fjölgun starfslauna listamanna og 750 listgjörningar, sem án efa hafa létt lund við krefjandi heimsástand, við heimili landsmanna. Fyrsta kvikmyndastefnan, stækkun kvikmyndasjóðs og nýr sjónvarpssjóður.

Grettistaki hefur verið lyft í samþættingu á málefnum barna að frumkvæði Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Samþættingin felur m.a í sér að brugðist sé við í kerfinu ef barn þarf stuðning. Einnig má nefna lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði og jafnan rétt barns til samvista við báða foreldra sína, hlutdeildarlán sem slegið hafa í gegn og BataAkademíuna sem hefur það markmið að styrkja fanga sem hafa lokið afplánun. Mikilvægir styrkir t.d. til Kvennaathvarfsins, fjölmenningarseturs og vegna tómstunda barna.

Hér er ekki um tæmandi lista verkefna ráðherra Framsóknar að ræða. Framsókn vill halda áfram á sömu braut. Í Framsókn er frelsi til að hafa skoðanir til hægri og vinstri enda er Framsókn sterkt afl á miðjunni sem leitar leiða til að finna skynsömustu leiðina hverju sinni með hag heildarinnar að leiðarljósi.

Ein leið til áhrifa er að skrá sig í Framsókn eða gefa kost á sér í framboð. Kynntu þér appið og heimasíðuna. Vertu með því Framsókn er fyrir fólk eins og þig.

Fyrir hönd stjórnar Kjördæmissambands Framsóknar
í  Suðurkjördæmi,
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.