Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Framsókn áfram - Ekki stopp!
Föstudagur 11. maí 2007 kl. 18:43

Framsókn áfram - Ekki stopp!

Ágætu Suðurnesjamenn.  Á morgun er komið að því að nýta ykkur lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa um hverjir koma til með að stjórna landinu okkar næstu fjögur árin.  Þar með að hafa áhrif á 
hvernig við viljum að landinu okkar verður stjórnað.  

Framsóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn á einu mesta uppgangstímabili í sögu landsins okkar.  Þar sem lífgæðin hafa aukist, tækifæri til menntunar hafa aldrei verið meiri.  Næg atvinna er til staðar og vöntun er á vinnuafli.  Hér á Suðurnesjum blasa tækifærin við okkur.  Á “gamla” Varnarsvæðinu hefur nýr háskóli tekið til starfa og mun kennsla hefjast þar á haustdögum.  Auk þess eru mörg önnur sóknarfæri þar vegna þeirrar aðstöðu sem hægt er að bjóða upp á.  Keflavíkurflugvöllur er stærsti vinnustaður á Suðurnesjum og þó víðar væri leitað, þar hefur starfsemi aukist langt umfram væntinar og vegna þessa hafa fyrirtæki sem tengjast flugvallarstarfsemi og ferðamönnum séð áðstæðu til þess að flytja sína starfsemi til Keflavíkurflugvallar og flutt með sér störf á Suðurnesin.  Við viljum  “FRAMSÓKN” áfram í þessum verkefnumi en ekki  STOPP

Afrek var unnið þegar varnarliðið fór af landi brott, þegar rekstur flugvallarins var tekin yfir af flugvallaryfirvöldum á Keflavíkurflugvelli.  Um var að ræða gríðarlega stórt og flókið verkefni og eiga þeir heiður skilið sem komu að því verkefni og ekki má gleyma þeim gríðarlega mannauð sem fólst í þeim starfsmönnum sem 
komu frá varnarliðinu og vinna við rekstur flugvallarins sem gerði  
þetta mögulegt. Þarna eru gríðarleg tækifæri.  Við viljum “FRAMSÓKN” 
áfram í þessu verkefni en ekki STOPP

Rekstur flugstöðar Leifs Eiríkssonar hefur skapað fjölda starfa bæði vegna aukinnar umferðar farþega, fleiri fyrirtækja sem veita þjónustu í flugstöðinni, auk þess sem flugstöð er lifandi mannvirki sem þarfnast stöðugrar þróunnar og breytinga.  Þarna hafa verið unnin afrek.  Við viljum “FRAMSÓKN” áfram í þessu verkefni en ekkert STOPP.

Tryggja þarf að fjármagn sem verður til á Keflavíkurflugvelli og   vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram fari ekki út af svæðinu.    Þ.e að fjármagn þetta verði notað til frekari uppbyggingu starfsemi á   flugvellinum með auknum tækifærum og atvinnu.

 

Flugvöllurinn

 

Flugstöðin og gamla varnarsvæðið eru gulleggin okkar og verðum við að hlúa áfram að þeim.  Við viljum “FRAMSÓKN” áfram í þessu verkefni en ekki STOPP.

Hitaveita Suðurnesja er eitt öflugasta fyrirtæki Suðurnesja.  Þar starfa frumherjar í nýtingu jarðvarma og gufuafls.  Mikil vermæti liggja þar í þekkingu og miklir möguleikar að nýta hana sem útrás og skapa mikil verðmæti.  Auk þess þarf að tryggja möguleika á sölu frekari raforku til orkufreks iðnaðar.  Við viljum “FRAMSÓKN” áfram en ekki STOPP

Grindavík er eitt stærsta sjávarpláss á Íslandi þarf hafa útgerðir og fiskvinnslufyrirtækið komið sér áfram með miklum dugnaði og í umhverfi sem hefur gert þeim kleift að þróast og skapa þann grunn sem þau búa að í dag.  Margir aðilar starfa þar í fiskvinnslu og   sjómennsku.   Í Garðinum er eitt öflugasta og stærsta  fyrirtæki   landsins í útgerð og fiskvinnslu þar hafa einstaklingar komið sér áfram með miklum dugnaði og hafa skapað fjölda starfa.  Viljum við rugga skútunni með miklum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu eða óljósum hugmyndum?  Við verðum að tryggja þessum aðilum “FRAMSÓKN” en ekki STOPP!

Nefna má mörg önnur fyrirtæki og einstaklinga hér á Suðurnesjum sem  eftir er tekið.   En grundvöllurinn fyrir þessu er það umhverfi sem  Framsókn hefur tryggt með setu í ríkisstjórn undanfarinn kjörtímabil.  Við Framsóknarmenn horfum fram á veginn með bjartsýni, gleði og trú á fólkið í landinu.  Við erum  tilbúnir að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja á mörgum sviðum þjóðlífsins bæta kjör okkar allra.  Í pólitík eru verkefnin endalaus og alltaf hægt að gera betur.

Ágæti kjósandi með því að veita Framsóknarflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum tryggirðu ÁRANGUR ÁFRAM - EKKERT STOPP.

Arngrímur Guðmundsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024