Framlag í skóla metið!
Grunnskólarnir í Reykjanesbæ birtu á dögunum lista yfir þá nemendur sem hafa lagt sig mikið fram við námið og gert þá heiðursnemendum. Ég er hrifinn af þessu framtaki og fagna því að stjórnendur skóla leiti leiða til að gefa nemendum viðurkenningu á svipaðan hátt og íþróttafélögin hafa gert til margra ára. Við sjáum það allstaðar í samfélaginu að það er verið að gefa viðurkenningar og að sjálfsögðu þurfa skólarnir að taka þátt í því. Ég tel að hugsunin á bak við þessa nýbreytni ætti að vera að leita leiða til að hanna kerfi sem gerir alla nemendur að heiðursnemendum, á 3-4 ára tímabili, kannski innan deilda skólanna, yngsta stig, miðstig og efstastig. Leggja mætti línurnar hvað heilbrigða hegðun varðar með því fjölga þeim sem verða heiðursnemendur vegna framfara og bæta við þeim við sem lögðu mikið á sig og þeim sem sýndu vinsemd með hjálpsemi.
Aftur fangna ég þessu framtaki um leið og ég óska heiðursnemendum og fjölskyldum þeirra til hamingu!
Með vinsemd,
Viktor B. Kjartansson
Tölvunarfræðingur
Mynd úr myndasafni VF.is.