Framkvæmdaþing í Reykjanesbæ á mánudaginn
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ boðar til framkvæmdaþings n.k. mánudag, 22. mars kl. 16.00- 19.00. Þingið verður haldið á veitingahúsinu Ránni við Hafnargötu 19a og er öllum opið.
Á þinginu verða kynntar helstu verkframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu 2004 í landi Reykjanesbæjar og á Keflavíkurflugvelli.
Auk Reykjanesbæjar og aðila tengdum honum, eins og Reykjaneshafnar og Fasteignar hf., verða kynntar framkvæmdir vegna alþjóðaflugvallar á Keflavíkurflugvelli, Varnarliðinu og virkjunar á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Þá hefur helstu verktökum á svæðinu verið boðið að kynna eigin framkvæmdir.
Á þinginu verða kynntar helstu verkframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á árinu 2004 í landi Reykjanesbæjar og á Keflavíkurflugvelli.
Auk Reykjanesbæjar og aðila tengdum honum, eins og Reykjaneshafnar og Fasteignar hf., verða kynntar framkvæmdir vegna alþjóðaflugvallar á Keflavíkurflugvelli, Varnarliðinu og virkjunar á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Þá hefur helstu verktökum á svæðinu verið boðið að kynna eigin framkvæmdir.