Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Framkvæmdastjóri Reykjanesbæjar
  • Framkvæmdastjóri Reykjanesbæjar
Mánudagur 19. maí 2014 kl. 15:17

Framkvæmdastjóri Reykjanesbæjar

Ráðning faglegs, ópólitísks framkvæmdastjóra Reykjanesbæjar (fram til þessa kallaður bæjarstjóri) er eitt af megináherslum a.m.k. þriggja framboða í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjanesbæ. Sömu framboð hafa á stefnuskrá sinni ýmis önnur mál sem þau hyggjast leggja áherslu á, fái þau menn kjörna í bæjarstjórn.

Samt sem áður virðast sömu framboð ætla að fela faglegum ópólitískum framkvæmdastjóra það verkefni að gera faglega úttekt á fjármálum bæjarins, með það að megin markmiði að hagræða í rekstri hans.

Framkvæmdastjóri þarf væntanlega að starfa eftir vilja stjórnarinnar (þetta eru jú bæjarstjórnarkosningar) og ef fagleg úttekt nýja framkvæmdastjórans krefst þess að stjórnin fari á skjön við áður útgefnar árherslur, munu þá tillögur framkvæmdastjórans verða framkvæmdar eða verða þær felldar?  Þá kann maður að spyrja sig, hver er þá tilgangurinn með ráðningu faglega og ópólitíska framkvæmdastjórans?

Ef stjórnin ákveður á hinnbóginn að fylgja tillögum framkvæmdastjórans í einu og öllu, hver er þá tilgangurinn með öllum þessum auka áherslum? Er þá ekki eina baráttumálið sem eftir stendur ráðning faglegs, ópólitísks, framkvæmdastjóra?

Ráðning framkvæmdastjóra getur vissulega verið ein mikilvægasta ákvörðun sem stjórn fyrirtækis tekur. Í því lýðræðislega umhverfi sem við búum hér við, höfum við atkvæðisrétt til að mynda stjórn í fyrirtækinu okkar, Reykjanesbæ. Við fáum tækifæri til að nýta þann atkvæðisrétt á fjögurra ára fresti, nýtum hann vel.

Ásgeir Elvar Garðarsson
Íbúi í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024