Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 26. apríl 2002 kl. 08:13

Framboðslisti Sandgerðislistans kynntur

Kosningaskrifstofa Sandgerðislistans á Strandgötu 11 var opnuð á Sumardaginn fyrsta. Listinn býður fram undir bókstafnum Þ. Við það tækifæri var framboðslisti framboðsins kynntur. Í fyrsta sæti er Ólafur Þór Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi og stjórnmálafræðingur. Í öðru sæti er Hallbjörn V. Rúnarsson leiðbeinandi og í þriðja sæti er Linda Björk Holm sjúkraliði. Kosningaskrifstofan er opin virka daga kl. 18:00-22:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Kosningastjóri Sandgerðislistans er Guðmundur Skúlason.Framboðslistinn er eftirfarandi:

1. Ólafur Þór Ólafsson 29 ára stjórnmálafræðingur
2. Hallbjörn V. Rúnarsson 20 ára leiðbeinandi
3. Linda Björk Holm 40 ára sjúkraliði
4. Sigríður Ágústa Jónsdóttir 40 ára forstöðumaður
5. Hannes Jón Jónsson 29 ára slökkviliðsmaður
6. Ari Gylfason 28 ára sjómaður
7. Ólöf Ólafsdóttir 24 ára hársnyrtisveinn
8. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir 22 ára tónlistarnemi
9. Jórunn Björk Magnúsdóttir 21 árs leiðbeinandi
10. Sigrún Pétursdóttir 20 ára nemi
11. Bragi Guðjónsson 27 ára viðskiptafræðingur
12. Þorbjörg E. Friðriksdóttir 50 ára afgreiðslumaður
13. Grétar Mar Jónsson 47 ára skipstjóri
14. Haraldur Sveinsson 75 ára eldri borgari

Sandgerðislistinn
x-Þ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024