Fræðslufundur um málefni Alzheimer og minnissjúkra
Félag aðstandenda Alzheimer og minnissjúkra (FAAS) stendur fyrir fræðslufundi í Krikjulundi mánudaginn 26. febrúar n.k. kl. 20:00.
Helga Vala Helgadóttir aðstandandi er gestur fundarins og mun hún segja sína sögu í tengslum við veikindi móður sinnar.
Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri og Inga Lóa Guðmundsdóttir forstöðumaður Dagdvalar aldraðra gera grein fyrir þeirri þjónustu sem Alzheimer- og minnissjúkum stendur til boða hjá Reykjanesbæ og hvað er framundan varðandi uppbyggingu á þjónustu.
Í lok fundar verður boðið uppá fyrirspurnir og umræður og fundargestum boðið upp á kaffi.
Fræðslufundir FAAS eru vettvangur til að ræða málefni Alzheimer og minnissjúkra. Þar gefst fólki tækifæri til að hitta aðra sem eiga það sameiginlegt að ástvinir hafi greinst eða eru með einkenni Alzheimer eða minnissjúkdóma. Þá gefst einnig tækifæri að láta í sér heyra varðandi uppbyggingu á þjónustu við fólk með minnissjúkdóma.
Stjórn FAAS
Helga Vala Helgadóttir aðstandandi er gestur fundarins og mun hún segja sína sögu í tengslum við veikindi móður sinnar.
Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri og Inga Lóa Guðmundsdóttir forstöðumaður Dagdvalar aldraðra gera grein fyrir þeirri þjónustu sem Alzheimer- og minnissjúkum stendur til boða hjá Reykjanesbæ og hvað er framundan varðandi uppbyggingu á þjónustu.
Í lok fundar verður boðið uppá fyrirspurnir og umræður og fundargestum boðið upp á kaffi.
Fræðslufundir FAAS eru vettvangur til að ræða málefni Alzheimer og minnissjúkra. Þar gefst fólki tækifæri til að hitta aðra sem eiga það sameiginlegt að ástvinir hafi greinst eða eru með einkenni Alzheimer eða minnissjúkdóma. Þá gefst einnig tækifæri að láta í sér heyra varðandi uppbyggingu á þjónustu við fólk með minnissjúkdóma.
Stjórn FAAS