Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Miðvikudagur 12. maí 2004 kl. 16:48

Fræðsludagar fyrir aðstandendur geðsjúkra

Fræðsludagar fyrir aðstandendur geðsjúkra hefjast í dag en fræðsludagarnir verða haldnir á vegum Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og Sjálfsbjargar á Suðurnesjum, dagana 12., 13., 19., 26. og 27. maí n.k.  frá kl.17.00-19.00 í húsi Sjálfsbjargar við Fitjabraut 6 c. Um er að ræða fyrirlestraröð sem spannar breitt svið er varða geðsjúka og aðstandendur þeirra. Fyrirlesarar byggja á áralangri reynslu af starfi með geðsjúkum innan stofnana sem utan og aðstandendum þeirra. Hvatt verður til virkrar þátttöku og umræðna hverju sinni. Rætt verður um baráttuna gegn sjúkdómum, viðhorf, réttindi og skyldur, áhrifavalda á geðheilsu, starfssemi göngudeildar geðsviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss, tengslanet og fjölskylduvinnu. Fræðsludagar eru unnir í samstarfi við Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa, Heilsugæslunni í Reykjavík, en hún hefur um margra ára skeið unnið að geðheilbrigðismálum og er m.a. verkefnisstjóri Hugarafls.
Aðstandendur eru hvattir til að sækja fræðsludaga í heild sinni til að fá sem besta kynningu frá mörgum hliðum, ræða málin og eiga áhugaverða stund með fólki í svipaðri stöðu. Athugaður verður vettvangur fyrir sjálfshjálparhóp aðstandenda í framhaldinu og farið af stað með hóp ef áhugi reynist fyrir hendi.  
Fræðsludagar þessir eru liður í markvissri uppbyggingu á málefnum geðfatlaðra í Reykjanesbæ.  
Boðið verður uppá kaffi og kökur undir fyrirspurnum og umræðum.

Þátttakendur vinsamlegast skrái sig hjá Maríu í síma 421 6750 milli kl. 09:00 og 15:00 virka daga til 11. maí 2004.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024