Frá Pontíusi til Pílatusar
Góðan daginn Íslendingar og gleðilegt ár.
Við hjónin áttum því láni að fagna að dóttir okkar sem býr erlendis kom til okkar um jólin og þá fengum við gömlu hjónin að dúlla við prinsessurnar okkar í nokkra daga hvað er hægt að hugas sér betra un jólin.
Á jólunum spurðu þau hvað væri hægt að gera, er opið í Bláalóninu, við könnuðum það og þangað var för okkar heitið. Þegar þangað var komið var nokkur hópur af erlendu fólki sem var að tala um verðið sem þeir þurftu að borga miðað við okkur Íslendingana. Mér fannst nokkuð margir af þeim erlendu fara út án þess að þeir færu í lónið.
Hvað um það við settumst og fengum okkur pylsur og kók það var á sama verði fyrir alla gott mál. Afinn bauðst til að borga fyrir alla í Lónið. Eitt verð ekki aldeilis. Dóttir mín, af því hún býr erlendis, ætti að borga með sínu korti 4500 kr. á mann (Dóttirin og tengdasonur), frítt fyrir börnin, sama sem 9.000 kr. en við Íslendingarnir 1.500 kr. á mann samtals 3.000 kr. Nei takk, við fórum.
Góð landkynning þetta fyrir Bláalónið. Litlu stelpurnar hans afa spurðu: Af hverju megum við ekki fara í Bláa vatnið? Það var lítið um svör.
Svo erum við að sækja um að ganga ESB, ha. Höfum við Íslendingar skrifað undir eitthvað um að það megi ekki mismuna fólki eftir þjóðerni, hvernig kemur þetta nú heim og saman? Ég hrindi í Stjórnarráðið þar sem lögin eru „samin“ sem við eigum að fara eftir.
Mér var vísað til Pontíusar sem vísaði mér til Pílatusar. Pílatus vísaði á eitthvern til að tala við en ég beið og beið og hlustaði á Hauk Morteins syngja um það þegar Albert keyrði á þá (Bretana). Mínir gestir voru frá Englandi. Við erum svo fær, við erum svo menntuð, við erum svo æðisleg, við erum best, allir eiga að horfa til okkar (ekki þegar við erum að stela).
Virðingarfyllst,
Sigurður Þorleifsson
Sandgerði.