Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Forvarnir verða auknar á nýrri göngudeild SÁÁ (á Suðurnesjum)
Föstudagur 29. desember 2006 kl. 15:12

Forvarnir verða auknar á nýrri göngudeild SÁÁ (á Suðurnesjum)

Stórauknar forvarnir, aukin þjónusta við foreldra unglinga í vímuefnavanda svo og unglinga og aðra sem ekki þurfa að fara inn á Vog til að ná bata er meðal þeirra sóknarfæra sem ný göngudeild SÁÁ að Efstaleiti 7 gefur kost á, að sögn Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis á Vogi. Það væri draumi líkast ef þetta væri að gerast hér á Suðurnesjunum hjá okkur, þvílíkar frammfarir ef það yrði að veruleika. Þar sem margvísleg þjónusta við aðstandendur ætti að vera, bæði hvað varðar ráðgjöf, upplýsingagjöf og meðferð og fl. Maður opnar ekki svo blað í dag eða kveikir á útvarpi/sjónvarpi að ekki sé verið að tala um ofbeldi, innbrot, þjófnaði, árekstra, dauðsföll og eða upptöku á eiturlyfjum, þýfi og öðru þessháttar, sem segir manni  að það eru margir sem eiga erfitt og þurfa aðstoð. Um 20,000  heimsóknir eru á deildina hjá SÁÁ á hverju ári. Hvað ætli það sé stór hluti héðan Suðurnesjum.( vona að ég verði með svar við því seinna ) Ég veit að það þarf mikinn vilja og kjark til að losa sig út úr þessum dökka og erfiða heimi sem menn hafa fallið í og leita sér aðstoðar og gera eitthvað í sínum  málum. Öll eigum við ástvini og fjölskyldu  sem óska sér ekkert heitara en að sjá börnin sín og eða aðra snúa við blaðinu. Þeir sem gera það eiga vera stoltir af sjálfum sér. Ég veit að ég er það og er stoltur af hverjum þeim aðila sem reynir það. Ég hef verið að fylgjast með tveimur aðilum. Annar sem er með lítið  sem ekkert sjálfsmat á að vera í daglegum stuðningi  í mánuð hjá SÁÁ. Hann hefur mætt frekar illa, ca.í annan, þriðja hvern tíma, vegna þess að hann hefur ekki bíl sjálfur og býr einn, þarf því að stóla á aðra til að bera ábyrgð á sér. En þau hafa ekki alltaf tök á að aka viðkomandi. Svo nú er bara spurning hvenær hann hættir alveg að mæta  og þá hve vilji hanns er mikill  til að snúa við blaðinu til betra lífernis, eða halda áfram að kvelja sjálfan sig og aðra. (Hann á marga að sem vilja honum vel). Hinn aðilin fer tvisvar í viku í þrjá mánuði og síðan einu sinni til tvisvar í viku í níu mánuði, er á eigin bíl og gengur honum vel að byggja sig upp og er staðráðin að standa sig enda fjölskyldan í húfi hjá honum (kona og börn og fl.). Bara bensín kostnaðurinn hjá honum er ca.100.000 kr. Þessir tímar nánast alltaf á vinnutíma, þannig að  báðir þessi aðilar þurfa að fá leyfi frá vinnuveitanda sínum til að stunda þetta program, því það tekur tíma að koma sér fram og til baka. Sýna vinnuveitendur þessum  aðilum  fullan  stuðning  á því og eiga þakkir fyrir. Það myndu sparast ca. 1-2 tímar fyrir hvert skipti sem  einstaklingur þarf að mæta ef svona aðstoð væri hér á Suðurnesjum. 

 

Eigið góðar stundir. 

 

Erlingur Jónsson

Á myndinni má sjá hassmola sem lögreglan lagði hald á fyrr á árinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024