Förum varlega við grillið
Nú fer sá tími í hönd þar sem fólk fer að huga að grillum sínum og búa sig undir sumarið, en það færist sífellt meir og meir í vöxt að fólk grilli gómsætar steikur á góðviðrisdögum. Á hverju sumri fær slökkviliðið nokkur útköll vegna elda frá grillum, oftast er það vegna þess að slöngulagnir frá gaskút að grilli eru orðnar fúnar, kviknað hefur í feiti sem hefur safnast saman, og rúður í húsum hafa sprungið vegna þess að grillið er ekki rétt staðsett.Vegna þess vill eldvarnareftirlit Brunavarna Suðurnesja benda fólki á eftirfarandi atriði.
Áður en farið er að nota grillið eftir veturinn og er nauðsynlegt að fara yfir grillið athuga með slöngur, þéttingar,og s.v.f þannig að það sé í góðu lagi þegar það er tekið í notkun,
þegar grillað er staðsetjið þá grillið ekki við glugga eða auðbrennanleg efni því að glerið getur sprungið og kviknað getur í klæðningum.
· Til öryggis er gott að hafa slökkvitæki eða eldvarnarteppi við hendina þegar grillað er.
· Þegar gengið er frá eftir notkun þarf að skrúfa fyrir gaskútinn, ekki er nóg að skrúfa eingöngu fyrir grillið sjálft.
· Geymið gaskúta ávallt utandyra.
· Þegar grillað er á kolagrillum á eingöngu að nota þartilgerðan grillvökva til að kveikja upp í grillinu.
· Látið kolin kulna alveg áður en þau eru tekin af grillinu.
· Grillið ávallt utandyra.
· Yfirgefið aldrei heitt grill og passið að börn séu ekki í kringum það.
Brunavarnir Suðurnesja óskar Suðurnesjabúum gleðilegs sumar.
Jón Guðlaugsson
varaslökkviliðsstjóri.
Áður en farið er að nota grillið eftir veturinn og er nauðsynlegt að fara yfir grillið athuga með slöngur, þéttingar,og s.v.f þannig að það sé í góðu lagi þegar það er tekið í notkun,
þegar grillað er staðsetjið þá grillið ekki við glugga eða auðbrennanleg efni því að glerið getur sprungið og kviknað getur í klæðningum.
· Til öryggis er gott að hafa slökkvitæki eða eldvarnarteppi við hendina þegar grillað er.
· Þegar gengið er frá eftir notkun þarf að skrúfa fyrir gaskútinn, ekki er nóg að skrúfa eingöngu fyrir grillið sjálft.
· Geymið gaskúta ávallt utandyra.
· Þegar grillað er á kolagrillum á eingöngu að nota þartilgerðan grillvökva til að kveikja upp í grillinu.
· Látið kolin kulna alveg áður en þau eru tekin af grillinu.
· Grillið ávallt utandyra.
· Yfirgefið aldrei heitt grill og passið að börn séu ekki í kringum það.
Brunavarnir Suðurnesja óskar Suðurnesjabúum gleðilegs sumar.
Jón Guðlaugsson
varaslökkviliðsstjóri.