Förum varlega við grillið

Áður en farið er að nota grillið eftir veturinn og er nauðsynlegt að fara yfir grillið athuga með slöngur, þéttingar,og s.v.f þannig að það sé í góðu lagi þegar það er tekið í notkun,
þegar grillað er staðsetjið þá grillið ekki við glugga eða auðbrennanleg efni því að glerið getur sprungið og kviknað getur í klæðningum.
· Til öryggis er gott að hafa slökkvitæki eða eldvarnarteppi við hendina þegar grillað er.
· Þegar gengið er frá eftir notkun þarf að skrúfa fyrir gaskútinn, ekki er nóg að skrúfa eingöngu fyrir grillið sjálft.
· Geymið gaskúta ávallt utandyra.
· Þegar grillað er á kolagrillum á eingöngu að nota þartilgerðan grillvökva til að kveikja upp í grillinu.
· Látið kolin kulna alveg áður en þau eru tekin af grillinu.
· Grillið ávallt utandyra.
· Yfirgefið aldrei heitt grill og passið að börn séu ekki í kringum það.
Brunavarnir Suðurnesja óskar Suðurnesjabúum gleðilegs sumar.
Jón Guðlaugsson
varaslökkviliðsstjóri.