Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 21. október 2004 kl. 11:01

Fortíð og framtíð

Talað er um að leggja veg frá Stafnesi til Hafna. Sögulegar mynjar eru meðfram ströndinni, má þar nefna Básenda og Þórshöfn, einnig eru við Ósabotna tóftirnar af Kirkjuvoginum sem áhugavert er talið að endurbyggja.

Fyrir sunnan Ósinn gæti risið byggð með bryggjuhverfi. Í Höfnum er elsta kirkja á Suðurnesjum. Það hefur oft komið til tals að endurbyggja ætti Kotvogsbæinn og það sem toppar allt þetta umhverfi eru nýfundnar rústir húsa fornmanna. Það kallar á uppbyggingu raunverulegrar landnámsbyggðar með staðsetningu víkingaskipsins Íslendings á Ósnum. Gera má því skóna að Steinunn gamla hafi viljað líta á gjöfina sem Ingólfur frændi hennar bauð og farið í skoðunarferð áður en hún tók svo stóra ákvörðun að setjast að á Suðurnesjum. Svo vel leist henni á að hún vildi tryggja að ekki kæmi bakslag í gjörninginn og galt heklu mikla á móti. Steinunn hefur verið framsýn kona því alla tíð hefur haldist byggð á Suðurnesjum og óvíða finnst svæði sem þetta þar sem hægt er að rekja ferli húsakosts forfeðranna frá upphafi.
Sett á blað með gestum mínum yfir kaffibolla á Jaðri í Höfnum.

Jón Borgarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024