Foreldrar í Heiðarskóla funda
Foreldrar barna í Heiðarskóla í Keflavík eru boðaðir til aðalfundar foreldrafélags Heiðarskóla nk. miðvikudagskvöld kl. 20:00. Meðal fundarefnis er kynning á foreldrasamningum en fulltrúar frá Heimili og Skóla sjá um kynninguna.Þá verða venjuleg aðalfundarstörf, kosning stjórnar og önnur mál. Kaffiveitingar verða á staðnum, segir í tilkynningu frá stjórn foreldrafélagsins.