Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Foreldrar fá svör
Miðvikudagur 11. mars 2009 kl. 08:54

Foreldrar fá svör

Það er kraftur í foreldrafélögunum í Grunnskólum Reykjanesbæjar. Félögin halda opinn fund til að fjalla um velferð barna í víðum skilningi, aðstæður þeirra núna og í framtíðinni. Foreldrafélögin sameinast öll í eitt félag FFGÍR og hefur undirbúningur staðið yfir síðan í byrjun febrúar. Það er einvalalið foreldra sem ber hitann og þungann af skipulaginu. Það er mikil tilhlökkun hjá þeim að taka á móti öllum sem vilja vera með, hlýða á góð erindi og fá svör við spurningum.

Þetta frábæra framtak Foreldrafélaga og Foreldraráða Grunnskóla Reykjanesbæjar (FFGÍR) á vonandi eftir að veita aðstandendum barna og velvildarfólki innsýn í þær aðstæður sem við búum við í Reykjanesbæ.

Fulltrúar frá bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar ætla að sitja fyrir svörum, Árelía Eydís dósent við HÍ flytur erindi og Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur einnig. Foreldrar ætla að lokum að fjalla um leiðir til þess að huga að velferð barna hér í Reykjanesbæ.

Fundurinn er haldin laugardaginn 14.mars í húsnæði Virkjunar á Vallarheiði (sjá nánar í auglýsingu í Víkurfréttum á morgun).


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024