Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 6. febrúar 2007 kl. 10:56

Foreldramorgnar í Reykjanesbæ

Foreldramorgnar í Innri-Njarðvík
Foreldrum og verðandi foreldrum er boðið til samveru í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík alla þriðjudaga frá kl. 10-12. Við vonumst til að barnafólk vilji nýta sér þessar samverustundir til að kynnast nýju fólki og eiga góðar stundir með börnunum. Alltaf heitt á könnunni.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
 
Foreldramorgnar í Keflavíkurkirkju
Eitt af því sem tilheyrir vetrarstarfi Keflavíkurkirkju eru foreldramorgnar. Foreldrum og verðandi foreldrum er boðið til samveru í Kirkjulundi alla miðvikudaga í vetur frá kl.10-12. Áhersla er lögð á notalegar og uppbyggilegar samverustundir fyrir börn og foreldra. Í beinu framhaldi af foreldramorgnum eru svo kyrrðarstundir í Kapellu vonarinnar. Eftir kyrrðarstundina er boðið upp á súpu, salat og brauð.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Umsjón með starfinu hefur Erla Guðmundsdóttir  æskulýðsfulltrúi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024