Fólki sé gert jafnt undir höfði
Þegar farið er út í skilgreiningar á því hvað betur mætti fara í bænum okkar og í þjóðfélaginu í heild getur verið erfitt að taka einn þátt út úr. Þannig málflutningur getur virkað nokkuð yfirborðskenndur, sértaklega í aðdraganda prófkjörs.Ég tel að flest viljum sjá jafnvægi ríkja á milli málaflokka og að fólki sé gert jafnt undir höfði. Samfylkingarfólk er í eðli sínu félagshyggjufólk og félagshyggjan byggir í grundvallaratriðum á því að allir búi við sömu tækifæri án tillits til stéttar eða stöðu. Víðast hvar byggir innihald laga og reglna á félagshyggju og jafnaðarstefnu. Almannatryggingakerfið er í anda félagshyggjunnar og lengi væri hægt að telja upp kosti þessarar ágætu stefnu.
Málflutningur á borð við það að Samfylkingin sjái einungis þann möguleika að allir þættir eigna og reksturs séu í höndum bæjarfélagsins er nokkuð einfölduð hugmyndafræði. Það er hinsvegar mikilvægt að þær reglur sem bæjarfélagið setur sér, s.s. útboðsreglur og aðrar vinnureglur séu virtar.
Bæjarfélag er þjónustueining þar sem hlutverk þjónustuaðila er tvíþætt: að veita jafnt góða þjónustu, sem og huga að fjárhagslegri hagkvæmni. Ef það er bæjarfélaginu í hag að einstaklingar eigi eignaraðild eða sjái um rekstrarhlutverk, þá er það af hinu góða. Það er hins vegar ekki gæfuspor að neyðast út í einkavæðingu á ákveðnum sviðum þrátt fyrir óhagkvæmni, einungis til þess að það líti betur út í bókhaldinu. Opna þarf umræðuna um bæjarmálin og óþarfi er að hafa uppi gamlar goðsagnir um það hversu hugmyndafræði flokkanna er einföld og afmörkuð. Ég tel það okkur öllum til framdráttar að skoða hlutina með opnum huga og velja þær leiðir sem eru bæjarbúum í heild fyrir bestu.
Í aðdraganda prófkjörs leita frambjóðendur ýmissa leiða til að vekja á sér athygli og málefnaleg prófkjörsbarátta hefur verið háð. Ég hvet bæjarbúa til þess að taka þátt og hafa þannig áhrif á það hvernig listi Samfylkingarinnar verður skipaður fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.
Sveindís Valdimarsdóttir
Málflutningur á borð við það að Samfylkingin sjái einungis þann möguleika að allir þættir eigna og reksturs séu í höndum bæjarfélagsins er nokkuð einfölduð hugmyndafræði. Það er hinsvegar mikilvægt að þær reglur sem bæjarfélagið setur sér, s.s. útboðsreglur og aðrar vinnureglur séu virtar.
Bæjarfélag er þjónustueining þar sem hlutverk þjónustuaðila er tvíþætt: að veita jafnt góða þjónustu, sem og huga að fjárhagslegri hagkvæmni. Ef það er bæjarfélaginu í hag að einstaklingar eigi eignaraðild eða sjái um rekstrarhlutverk, þá er það af hinu góða. Það er hins vegar ekki gæfuspor að neyðast út í einkavæðingu á ákveðnum sviðum þrátt fyrir óhagkvæmni, einungis til þess að það líti betur út í bókhaldinu. Opna þarf umræðuna um bæjarmálin og óþarfi er að hafa uppi gamlar goðsagnir um það hversu hugmyndafræði flokkanna er einföld og afmörkuð. Ég tel það okkur öllum til framdráttar að skoða hlutina með opnum huga og velja þær leiðir sem eru bæjarbúum í heild fyrir bestu.
Í aðdraganda prófkjörs leita frambjóðendur ýmissa leiða til að vekja á sér athygli og málefnaleg prófkjörsbarátta hefur verið háð. Ég hvet bæjarbúa til þess að taka þátt og hafa þannig áhrif á það hvernig listi Samfylkingarinnar verður skipaður fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.
Sveindís Valdimarsdóttir